Silfur og brons í Lettlandi

Um liðna helgi kepptu 14 stúlkur úr Listhlaupadeild SA á Volvo Cup sem haldið var af Kristal Ice klúbbnum í Riga í Lettlandi. Emilía Rós Ómarsdóttir vann til silfurverðlauna í Basic Novice flokki og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir til bronsverðlauna í Advanced Novice flokki.

Snackbar Weight sigurvegarar á Ice Cup

Snackbar Weight, blandað lið sem innihélt tvo Dani, einn Hollending og einn Englending vann sænska liðið Swedes on the Rocks frá Uppsala í úrslitaleik Ice Cup. Fish Tacos frá Ardsley Curling Club í New York vann bronsleikinn. Þrír Bandaríkjamenn og ensk kona í liðinu 3 Men and a Lady unnu úrslitaleikinn í B-deildinni.

Ice Cup - skipting í A og B

Nú hafa öll liðin leikið þrjá leiki á Ice Cup og ljóst hvaða lið fara í A-deild og hvaða lið í B-deild. Hér er leikjadagskrá morgundagsins.

Ice Cup: Úrslit leikja og næstu leikir

Nú hafa öll liðin leikið tvo leiki og eru Garpar og NY Rock-ettes efst með tvo sigra.

Ice Cup - beinar útsendingar

Krulludeildin verður með beinar útsendingar með einni vél sem sýnir allar brautirnar á meðan á Ice Cup stendur. Slóðin er sasport.is/tv, en einnig er hægt að fara í valmyndina til vinstri á forsíðu sasport.

Ice Cup - fyrstu úrslit og næstu leikir

Nú hafa öll liðin í mótinu lokið einum leik og ljóst hverjir mæta hverjum í leikjum kl. 10 og 12.30 á morgun.

Vormót - Deild II og III

Í maí verður spilað Vormót í íshokkí í þremur deildum. Hér eru upplýsingar um Deild II og Deild III. Tímasetningar á fimmtudögum eru ekki staðfestar.

Ice Cup - fyrstu leikir

Opnunarhóf Ice Cup fór fram í kvöld og var dregið um það hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni.

Listhlaupskjóll óskast

Óskað er eftir að kaupa listhlaupskjól á 8 ára stelpu, stærð 122-128. Upplýsingar gefur Bára í síma 695 1255.

Ice Cup - helstu upplýsingar

Helstu upplýsingar um Ice Cup, tímasetningar, reglur mótsins og þátttökuliðin. Krullufólk er beðið um að kynna sér þessar upplýsingar vel svo ekki þurfi að koma til misskilnings. Lítið einnig yfir leikmannalista ykkar liðs og látið vita ef þar er ekki allt eins og það á að vera.