Íslandsmeistarar með stæl! (uppfærð frétt)

Krakkarnir í fjórða flokki í íshokkí kórónuðu aldeilis frábæran vetur með stæl, unnu síðasta helgarmót Íslandsmótsins og jafnframt Iceland Ice Hockey Cup, sem fram fóru í Reykjavík um helgina. Uppskeran eftir veturinn eru tveir Íslandsmeistaratitlar, sigur á Iceland Ice Hockey Cup og fjöldi einstaklingsverðlauna.

Afmælismót Ice Cup - sérmerktir bolir til sölu

Í tilefni þess að eftir tæpan mánuð heldur Krulludeild SA hið alþjóðlega krullumót Ice Cup í tíunda skipti er í framleiðslu sérstakt afmælismerki sem selt veður á mótinu og nú er í undirbúningi að panta boli með merkinu á. Mátun og móttaka pantana verður mánudagskvöldið 15. apríl. Afsláttur er veittur þeim sem panta fyrirfram.

Íslandsmótið í krullu: Garpar komnir í úrslitaleikinn

Garpar tryggðu sér sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins með sigri á deildarmeisturum Mammúta í gær. Skytturnar og Mammútar leika í undanúrslitum, en Ís-lendingar fara beint í bronsleikinn.

Úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu

Fyrsta umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu verður spiluð í kvöld. Undanúrslit fara fram mánudaginn 15. apríl og úrslitaleikir mánudaginn 22. aprí.

Frábær leikur í dag og fjórða sætið

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann það belgíska í framlengdum leik í dag, 2-1. Með sigrinum tóku stelpurnar fjórða sætið af Belgum.

Tap gegn Spáni

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði fyrir Spáni á HM í gær, 1-4. Lokaleikur liðsins er gegn Belgum í dag.

Jötnar með sigur í síðasta deildarleiknum

Jötnar sigruðu Fálka í lokaleik deildakeppni karla á Íslandsmótinu í íshokkí, 5-2.

Vinamótið í listhlaupi

Laugardaginn 6. apríl verður haldið Vinamót LSA fyrir C keppendur. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins og keppendalista.

Vinamót

Laugardaginn 6. apríl verður haldið Vinamót LSA fyrir C keppendur. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins og keppendalista.

Tap gegn Suður-Kóreu

Háfjallaveikin er enn að stríða stelpunum í landsliðinu og hefur það haft áhrif á gang mála í leikjum liðsins. Súrefniskútar koma að góðum notum.