Evrópumót blandaðra liða - European Mixed Curling Championship

European Mixed Curling Championship - Evrópumót blandaðra krulluliða - stendur nú yfir í Prag í Tékklandi.

Laust pláss á Tårnby Cup

Hefur þú áhuga á að krulla í Danmörku í nóvember?

Akureyrarmótið: 1. umferð lokið

Üllevål og Garpar byrja með látum og unnu stóra sigra í fyrstu umferðinni.

ÍSS mót hjá A og B keppnisflokkum

Vinsamlegast greiðið keppnisgjöld fyrir ÍSS mótið hjá A og B flokkum sem haldið verður 3-4.október n.k. ekki seinna en fimmtudaginn 1.október

Reikningsnúmerið er: 1145-26-003770-5102003060 og munið að senda staðfestingu með nafni keppanda á didda@samvirkni.is

3500 kr. fyrir eitt prógramm og 5500 fyrir tvö (Novice)

Skráningar í Lishlaupadeild 1.önn.

Kæru foreldrar og forráðamenn enn og aftur vil ég minna á skráningu !!

Mjög mikilvægt er að allir skrái sig sem eru að æfa listhlaup þessa önnina.

Börnin koma heim með skráningarblað núna næstu daga og eiga að skila því til Helgu Margrétar þjálfara.

Afar mikilvægt er að fá þessi skráningarblöð útfyllt eigi síðar en 1.október n.k.

Með kveðju um skjót viðbrögð, gjaldkeri.

Keppendur á Haustmóti ÍSS

Video analysis tími verður heima hjá Helgu þjálfara þriðjudaginn 29. september fyrir alla þá sem keppa á Haustmóti ÍSS um næstu helgi. Farið verður ítarlega yfir upptökur af keppninni, komment frá dómurum og sett markmið fyrir næsta mót og æfingaplan. Mjög mikilvægt er að mæta :) Hópaskiptingar og annað undir lesa meira.

Þriðjudagsmorgunæfing

Morgunæfingin verður með breyttu sniði á morgun. Hópnum verður skipt í tvennt. Aðeins þeir sem keppa um næstu helgi á Haustmótinu skulu mæta. Sjá lesa meira.

Góðri skautahelgi að ljúka

Mikið líf hefur verið í skautaíþróttum um helgina.  Auk venjubundinna æfinga hjá öllum flokkum í báðum deildum skautaíþrótta var listhlaupamót í dag og tveir íshokkíleikir í gær.  Þessu til viðbótar var góð aðsókn á almenningstíma Skautahallarinnar, m.a. á skautadiskó á föstudagskvöldið sem nú hefur skipað sér fastan sess í afþreyingarflóru ungu kynslóðarinnar hér í bæ.

Mótið hjá listhlaupadeild í dag var fyrsta mót vetrarsins og var um að ræða innanfélagsmót fyrir A og B keppendur félagsins og var það styrkt af KEA.  Alls voru keppendur um 25 talsins og keppt var í 6 flokkum.  Úrlist mótsins urðu þessi:

 

Kvennahokkí hjá SA í mikilli sókn

Sífellt fjölgar konum í íshokkí hér á landi og nú er svo komið að fjöldi leikmanna hjá SA hefur svo aukist á síðustu árum að félagið teflir nú fram tveimur liðum í kvennaflokki.  Hefur liðunum verið skipt í eldri og yngri en auk þessara leikmanna er margar stúlkur til viðbótar í yngri flokkum.  SA tilkynnit inn til ÍHÍ eftirfarandi tvö lið (birt með fyrirvara um einhverjar breytingar):

Upphafsmenn krullu á Íslandi bæði látin.

Minningarorð um Sophie og Tom Wallace.