Ferð 5-6-7 flokks til Reykjavíkur um helgina!

Spáin er ömurleg fyrir morgundaginn, fylgist með póstinum ykkar og netinu í fyrramálið.

Kristalsmót C flokka í RVK 17-18 okt. MUNIÐ AÐ GREIÐA KEPPNISGJÖLD

 

Kristalsmótið fer fram í Reykjavík helgina 17-18 október, dregið verður í keppnisröð föstudaginn 16. október. Skráningar þurfa að hafa borist eigi síðar en föstudaginn 9. október - ef einhverjir C-iðkendur hyggjast EKKi ætlaá mótið, vinsamlegast látið Helgu Margréti vita sem fyrst! helgamargretclarke@gmail.com . Fundur um ferðatilhögun verður haldinn mánudaginn 12. október kl:20:00, endilega allir að mæta!

                                                        Þátttökugjald:Þátttökugjald er 2000kr og skal greiðast á skráningadag, föstudag, 9.óktóber 2009 og greiðist inn á reikning 0115-26-7749    kt. 540291-1289.  Vinsamlega sendið afrit með nafni og kennitölu skautara á listgjaldkeri@bjorninn.com 

 

Drög að tímatöflu

Föstudaginn 16. óktóber                  kl.19:00 dregið um keppnisröð Laugardagurinn, 17.óktóber:           kl.16:15 – kl.21:00 Sunnudagurinn, 18.óktóber:             kl.08:00 –kl. 12:00    Ath. Markmið Kristalsmóts er að veita skauturum reynslu og tækifæri til keppni, til að hittast og kynnast og umfram allt hafa gaman að þessu.   

Bikarmót Krulludeildar - lokafrestur til skráningar

Lokafrestur til skráningar liða í Bikarmót Krulludeildar miðvikudaginn 7. október.

Akureyrarmótið í krullu - 2. umferð

Þrjú lið hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum þó einni umferð sé lokið í riðlakeppninni.

Fræðsla um íþróttameiðsl hjá ÍSÍ

Iðkendur, foreldrar, þjálfarar og aðrir áhugasamir. Fræðslukvöld verður hjá ÍSÍ hér á Akureyri nk. fimmtudag, 8. október. Hvetjum alla sem áhuga hafa til að kíkja við og hlusta á mjög gagnlegan fyrirlestur um íþróttameiðsl.

Haustmót ÍSS gekk vel

Haustmót ÍSS fór fram um helgina í Skautahöllinni á Akureyri. Iðkendur frá SA, SR og Birninum í A & B flokkum tóku þátt í mótinu, sem gekk vel. Úrslitin má sjá á heimasíðu Skautasambandsins www.skautasamband.is en undir meira má sjá verðlaunahafa.

 

Hefðbundinn frídagur eftir keppni

Á morgun mánudaginn 5. október er hefðbundinn frídagur hjá keppnisflokkunum A1, A2, B1 og B2, einnig á morgunæfingu á þriðjudaginn. C flokkar mæta á sínum vanalega tíma, bæði ís og afís. S hópur fær aukaæfinga strax að lokinni æfingu hjá D eða kl. 17:20-18:10, þeir A og B iðkendur sem ekki voru að keppa geta mætt með S hópnum.

Bikarmót krulludeildar 2009.

Fyrsta umferð Bikarmóts krulludeildar 2009 verður miðvikudaginn 14. okt.

3.fl. vann 3 - 6

3. fl. var að vinna sinn leik 3 - 6.  Ingþór setti 1, Pétur setti 1 og Siggi 4.    GÓÐIR SA ...........................

Mfl. SA var rétt í þessu að vinna sinn annan leik í Íslandsmótinu 2 - 4

Leik SR og SA í laugardalnum var að ljúka rétt í þessu með sigri SA 2 - 4.  Fyrsta mark leiksins skoraði Gauti fyrir SR á held ég 43. sek en Gunnar Darri jafnaði undir lok lotunnar, í annari lotu var Gauti aftur á ferð en Stebbi jafnaði áður en lotan leið. Stebbi skoraði svo þriðja mark SA og Simmi held ég kláraði svo með því 4. Skot á mörk var mér sagt að hefðu skipst þannig að SR skaut 33 sinnum en SA 61 sinni.   Birt algjörlega eftir minni og án ábyrgðar þar til staðfesting fæst.  3. flokkar liðanna spila svo núna strax á eftir og vonum við að þeim gangi ekki síður.    ÁFRAM SA !!!!!!!!!!