Tveir leikir í Egilshöll í kvöld

Í þessum töluðu orðum eru Mfl. SA og SAsenior liðin á suðurleið í rútu til fundar við Bjarnarmenn og konur. Fyrri leikurinn verður kl. 16.30 og kvennaleikurinn svo strax á eftir. Vonandi verður Bein netlýsing frá vef ÍHÍ.   Víst er að hart verður barist því Bjarnarmenn eru eflaust staðráðnir í að "komast á blað" en SA Víkingar hyggjast bíta í skjaldarrendur og hafa sigur þó skörð séu í liðinu þar sem þjálfari liðsins og varnarmaður er fjarri góðu gamni, Jón Gísla er enn ekki farinn að spila en mun þjálfa og stjórna liðinu í fjarveru Josh, Gunnar Darri er enn frá vegna handarbrots, Rúnar er ekki í hlutverki Víkings í kvöld heldur tók á sig gerfi Rúnars EFF og spilar bara á gítar og Siggi Sig. er heima upptekinn við að fjölga framtíðar leikmönnum SA. ( ekki er ráð nema í tíma sé tekið ).   Sem sagt hörku skemmtan seinnipartinn í dag og ekkert gefið eftir.              ÁFRAM.SA............................

Aukaæfing fyrir keppendur Bikarmóts á morgun

Á morgun laugardaginn 31. október verður keppendum Bikarmóts boðið upp á aukaæfingu til að renna yfir prógröm og vinna í elementum. Sjá lesa meira.

Gimli Cup - keppt í níunda sinn um Gimli-bikarinn

Gimli Cup er eitt af tveimur langlífustu krullumótum á Íslandi. Keppni hefst mánudagskvöldið 2. nóvember.

Gimli Cup - leikjadagskrá

Síðastliðið miðvikudagskvöld var dregið um töfluröð á Gimli Cup.

Keppendur á Bikarmóti!

Hvet ykkur til að koma á opinn tíma á sunnudagsmorgun milli 08:00 og 09:20, tilvalið að renna yfir prógröm með tónlist eða vinna í elementum.

Nokkrar myndir frá hrekkjavökuæfingu yngri iðkenda

Komnar eru inn nokkrar myndir á myndasíðuna frá æfingu yngri iðkenda en þemadagur var á ísnum og var þemað að þessu sinni hrekkjavakan.

Bikarmótið 2009: Garpar sigruðu

Garpar unnu Fífurnar í úrslitaleik í kvöld.

KERTASALA

Halló, kertin sem við munum taka eru sömu og í fyrra 2 saman í pk. og eru 14 pk. í kassa, en ekki þau sem ég var búin að gefa upp. Það eru ekki margir búnir að láta vita en allir krakkar sem eru að æfa og keppa í A,B og C hópum geta selt kertin og safnað upp í skautaæfingabúðirnar sem verða í sumar eða í keppnisferðir  nú ef þú hættir að æfa þá færðu peninginn þinn greiddan út. Endilega sendið mér mail sem fyrst svo að hægt sé að fara að panta þau og byrja að selja. Þetta eru hvít tólgarkerti og brenna vel.

kv. Allý - allyha@simnet.is

Bikarmót Krulludeildar - úrslitaleikurinn í kvöld

Úrslitaleikur Bikarmóts Krulludeildar 2009 fer fram miðvikudagskvöldið 28. október.

Gimli Cup - dregið á miðvikudagskvöld

Átta lið taka þátt í Gimli Cup. Dregið verður um töfluröð fyrir úrslitaleikinn í Bikarmótinu.