Tveir leikir í Egilshöll í kvöld
31.10.2009
Í þessum töluðu orðum eru Mfl. SA og SAsenior liðin á suðurleið í rútu til fundar við Bjarnarmenn og konur. Fyrri leikurinn verður kl. 16.30 og kvennaleikurinn svo strax á eftir. Vonandi verður Bein netlýsing frá vef ÍHÍ. Víst er að hart verður barist því Bjarnarmenn eru eflaust staðráðnir í að "komast á blað" en SA Víkingar hyggjast bíta í skjaldarrendur og hafa sigur þó skörð séu í liðinu þar sem þjálfari liðsins og varnarmaður er fjarri góðu gamni, Jón Gísla er enn ekki farinn að spila en mun þjálfa og stjórna liðinu í fjarveru Josh, Gunnar Darri er enn frá vegna handarbrots, Rúnar er ekki í hlutverki Víkings í kvöld heldur tók á sig gerfi Rúnars EFF og spilar bara á gítar og Siggi Sig. er heima upptekinn við að fjölga framtíðar leikmönnum SA. ( ekki er ráð nema í tíma sé tekið ). Sem sagt hörku skemmtan seinnipartinn í dag og ekkert gefið eftir. ÁFRAM.SA............................