Breyttar æfingar næstu daga vegna fjarveru þjálfara og Bikarmóts

Um helgina verður haldið Bikarmót í Egilshöll í Reykjavík fyrir A og B keppendur. Bæði verður stór hluti iðkenda fjarverandi sem og þjálfarar. Af þeim orsökum verðum við að breyta æfingum og/eða fella niður. Nánari upplýsingar undir "lesa meira".

Gimli Cup - 2. umferð

Önnur umferð Gimli Cup fer fram í kvöld kl. 21-23.

20 ára afmæli listhlaups sem keppnisíþróttar

Það var þann 25. nóvember árið 1989 sem Skautafélag Akureyrar stóð fyrir fyrstu keppninni í listhlaupi hér á landi.  Það sama ár hafði listhlaupadeild verið í fyrsta skiptið úthlutað einum föstum æfingatíma á viku fyrir tilstuðlan nýs formanns deildarinnar Drífu Björk Dalmannsdóttur.  Það var þó ekki fyrr en 3 árum síðar, árið 1992, sem fyrsta Íslandsmótið var haldið en það fór fram á hinu nýja vélfrysta útisvelli í Laugardalnum í Reykjavík.

Saga listhlaupsins er þó miklu eldri hér á landi en hana má rekja allt aftur til þriðja áratugarins þegar fór menn tóku að leika ýmsar kúnstir á skautum á pollinum og leirunum.  Fremstur í flokki, að öðrum ólöstuðum, var Ágúst Ásgrímsson sem sjá má á meðfylgjandi mynd.  Gústi var einn af stofnendum félagsins árið 1937 og er hann fyrirmyndin á merki félagins okkar.

Gimli Cup hafið

Fyrsta umferðin í Gimli Cup var leikin í gærkvöldi. Einn leikur fór í framlengingu.

Gimli Cup - 1. umferð

Gimli Cup hefst í kvöld með fjórum leikjum.

Þriðjudagsmorgunæfing og miðvikudagsæfingar

Næsta þriðjudag verður ekki morgunæfing hjá A og B, afísinn hjá Hóffu verður ekki heldur. Æfingar á miðvikudag verða örlítið breyttar vegna undirbúnings fyrir Bikarmótið. Sjá...

Æfing hjá Hóffu í Laugagötu!

 

Ath. engin æfing verður hjá Hóffu á þriðjudaginn af óviðráðanlegum orsökum.

Hittumst á þriðjudaginn eftir viku. ;o)

kv. Hóffa

Afmæli Skautahallarinnar

Núna í desember verða liðin 10 ár frá því skautahöllin á Akureyri var tekin í notkun.  Það var á aðfangadag árið 1999 sem fyrstu menn mættu á ísinn en þar voru á ferðinni hokkímenn sem héldu í sína árlegu hefð að spila svokallað jólahokkí.  Skautahöllin var þó ekki formlega vígð fyrr í 25. mars 2000 þegar forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson vígði höllina með pompi og prakt, en vígslan var hluti af hátíðardagskrá Vetraríþróttahátíðar árið 2000.

 

Það voru mikil stakkaskipti fyrir norðlensk skautafólk og krulluspilara að fá loksins þak yfir höfuðið.  Íþróttir félagsins höfðu verið háðar duttlungum veðurguðanna allt of lengi og með árunum og hlýnandi loftslagi var nánast orðið ómögulegt að halda úti svelli undir berum himni.  Við höfðum þó notið þess að vera með vélfryst svell síðan í janúar árið 1988, sem á þeim tíma var mikil bylting fyrir okkur og segja má að við höfum barist hetjulega við veðrið í gegnum árin.  Það má leiða líkum að því að við hefðum ekki getað haldið áfram starfsemi félagsins hefði Skautahöllin ekki komið til.  Síðasti veturinn okkar án hússins var mjög erfiður og þau voru mörg skiptin sem þurfti að byggja ísinn aftur upp frá grunni.

Á þessum 10 árum hefur starfsemi félagsins blómstrað.  Mikil og fjölbreytt starfsemi fer fram í húsinu og auk íþróttanna þriggja, krullu, listhlaups og íshokkí eru þar opnir tímar fyrir almenning 5 daga vikunnar.  

Meðfylgjandi mynd er af útisvellinu góða sem við notuðum frá því í janúar 1988 og fram til vorsins 1999.  Fyrir þá sem ekki vita, er Skautahöllin byggð yfir gamla svellið á Krókeyri.  Það var Sigurgeir Haraldsson sem tók myndina. 

 

Sigur og tap í gærkvöldi fyrir sunnan

Í gærkvöldi fóru fram tveir leiki í Egilshöllinni þegar meistaraflokkar karla og kvenna Bjarnarins og SA tókust á.  Karlaflokkurinn reið á vaðið og fór mikinn strax í upphafi leiks og náði fljótt 5 marka forystu og voru í þægilegri 5 – 0 stöðu eftir 1. lotu.  Leikurinn jafnaðist í framhaldinu en ekkert mark var skoraði í 2. lotu og í 3. lotu settu bæði lið tvö mörk.  Lokastaðan 7 – 2 SA í vil og nokkuð auðveldur sigur í höfn.   Mörk SA skorðu Steinar Grettisson með hat-trick, Orri Blöndal með 2, Ingvar Jónsson 1 og Helgi Gunnlaugsson 1.

Breyttir æfingatímar hjá S, A1 og B1 sunnudagskvöldið 1. nóvember

Annað kvöld skipta S hópur og A1 og B1 um æfingatíma. S hópur mætir því á æfingu kl. 19:05-20:00 og A1 og B1 kl. 18:00-18:55. Allar aðrar æfingar verða á sínum vanalega tíma.