Kvennaflokkur SA - Björninn 2 - 4

Bjarnarkonur áttu ágætan leik gegn SA og sigruðu með 4 mörkum gegn 2 SA stúlkna. Mörk SA Vigga 1/0, Sarah 1/0 og Hrund 0/1, refsimínútur 2.  Mörk Bjarnarins  Flosrún 2/0, Ingibjörg 1/0, Kristín 1/0, Hrafnhildur 0/1 og Hanna 0/1, refsimínútur 4. 

Ævar í nýju hlutverki

Í leik 2. flokks í gær var í vörninni hjá SR leikmaður sem við höfum vanist að sjá á milli stanganna hingað til, en það var Ævar Björnsson, aðalmarkvörður SR.  Ævar kom satt best að segja á óvart í þessu nýja hlutverki og var með ferskari mönnum SR-inga.  Reyndar átti hann erfitt með að halda sig langt markinu og a.m.k. einu sinni var hann kominn fyrir aftan markmanninn og varði þar eitt eða tvö skot. 

SA - SR 2.flokkur

Rétt fyrir leik fréttist frá ÍHÍ að útsendingin er biluð svo hér er smá uppl um leikinn. Leikurinn er hafinn búnar 3,43 og SA skorar fyrsta markið 2 fleiri. SA sækir stíft manni fleiri. Dómari er Rúnar Rúnarsson og línudómarar lenni og dúi. liðnar 8 mín og staðan 2 - 0. Andri Freyr var að skora. Orri skoraði mark no. 1 stoð nr:12 og 20. Staðan 3 - 0 Hilmar skorar stoð nr:17 klukkan 11,43,   16,37 SR missir mann í boxið. SR orðnir 5 aftur.  Fyrsta lota búin og staðan 3 - 1 SR nr:23 Hjörtur skoraði stoð 22 þegar 3 sek voru eftir af lotunni.  2. leikhluti að byrja.  4,08 SR missir mann í box.  SR orðnir 5. SR fær víti.  Einar ver vítið.  SA missir mann í box. SA orðnir 5. tími 13,50.  16,12  staðan 3 - 2 SR nr:22 Andri var að skora.  þriðja lota að byrja og SA 4 á ísnum.  SA orðnir 5.  SR missir mann í box. 5,22  7,10 SA missir mann í box.  SR orðnir 5.  SA orðnir 5.  9,55  Þórir skorar  stoð nr:22 staðan 4 - 2.  SR missir mann í box.  12,44.  Andri Freyr skorar fyrir SA stoð nr:10 og 13 staðan 5  -  2.  14,02    15,10  Andri skorar aftur  staðan 6 - 2.   16,40  SA missir mann í box.  17,30  SA missir annann í box.  SA orðnir 4.  SA orðnir 5.  19,34..  Leiknum er lokið  6 - 2.   Góóóðir SA ........... 

Fjör í Höllinni í kvöld og annaðkvöld

Í kvöld kl. 22.00 mætast í 2.flokki lið SA og SR og hægt er að lofa hörkuleik því annarsflokks leikirnir eru sko alls ekkert "annarsflokks" heldur er þar oft mikill hraði og leikgleði í fyrirrúmi svo nú er skorað á alla að mæta og hvetja sitt lið.  Annaðkvöld er svo leikur í kvennaflokki á milli SAsenior og Bjarnarins kl. 17.30 en það fyrrnefnda laut í gras fyrir því síðarnefnda um síðustu helgi Í Egilshöll svo víst er að hart verður barist til að jafna metin, sem sagt skyldumæting fyrir alla.   ÁFRAM SA .............

Nike bauer æfingagallar og TPS vetrarflíkur!

Vegna fjölda fyrirspurna þá ætlum við að framlengja mátun á göllum og útifatnaði.
Því bjóðum við  fólki stóru og smáu að panta galla hjá okkur núna á sunnudag og aftur á þriðjudag.
Við verðum í fundarherbergi Skautahallarinnar sunnudaginn 8 nóv frá kl 11-12:30 og síðan á þriðjudaginn 10 nóv frá kl 17-19
gallar_120 stærri mynd #

"Fire on Ice" - krullukonur á dagatali

Söfnunarátak fyrir konur í krullu, dagatal gefið út með listrænum myndum af þekktum krullukonum.

PAPPÍRS PENINGUR

Halló þeir sem fengu pappír í október endilega skilið til mín peningum sem fyrst eða fyrir 12 nóvember.

kv. Allý

3-4-5 flokku breyting á laugardag 7 nóv

Breyttur æfingartími núna á laugardaginn 7 nóv. Það verður spilað á þessum æfingum og því er mjög mikilvægt að allir mæti ! 
5 flokkur mætir á æfingu frá 11:10-12:00
3 og 4 flokkur mæta á æfingu frá 12:00-12:50 

Opinn tími á föstudag fyrir keppendur

Á föstudaginn nk. verður opinn tími fyrir þá sem fara á Bikarmótið fyrir sunnan, hægt verður að koma og skauta milli 11:30 og 12:45 eða þar til rútan leggur af stað suður. Diskur með lögum allra keppenda verður í tækinu í tónlistarboxinu hjá búningsklefunum og geta allir fengið að renna í gegnum dansana sína ef þeir vilja.

Gimli Cup: Garpar og Skyttur taka forystu

Önnur umferð Gimli Cup fór fram í kvöld. Tvö lið með fullt hús. Einum leik frestað.