Karfan er tóm.
Takið eftir, hér eftir verða æfingarnar í laugagötu kl. 17:00 - 18:00 á þriðjudögum, allir hópar saman, aðallega liðkandi æfingar og danslíkar æfingar og teygjur.
sjáumst, Hóffa
Hinu árlega Brynjumóti var rétt í þessu að ljúka. Mikill fjöldi barna í 7., 6. og 5. flokki hafa dvalið hér um helgina og spilað alls 28 leiki. Að vanda var mikið fjör allan mótstímann og mótið gekk í alla staði mjög vel. Það má ljóst vera að efniviðurinn er mikill og framtíðin er björt ef dregið er mið af þessum fjölda og þessum hæfileikaríkum krökkum sem hér hafa spilað um helgina.
Við í Skautafélagi Akureyrar viljum þakka öllum gestum, jafnt keppendum sem foreldrum, kærlega fyrir skemmtilega helgi og óskum ykkur góðrar ferðar heim. Einnig viljum við þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning mótsins sem og við mótið sjálft en þau eru ófá handtökin í kringum viðburð sem þennan. Styrktaraðili mótsins er sem fyrr hin heimsfræga ísbúð Brynja og þökkum við þeim ómetanlegan stuðning nú sem endranær.
Nú er komið að hinu árlega Brynjumóti hér á Akureyri og ef mér telst rétt til þá mun þetta vera það 15. í röðinni. Brynjumótið er mót þar sem allir yngstu iðkendur í Íshokkí koma saman og reyna sig hvert gegn öðru auk þess að skemmta sér hið besta. þessi barnamót eru þau langfjölmennustu af Íshokkí mótaröðunum og mun þetta mót telja eitthvað á annaðhundrað þátttakendur svo að venju verður mikið fjör og mikil skemmtun og rétt að hvetja fólk til að líta við og upplifa þessa skemmtistund með börnunum. DAGSKRÁNNA má skoða hér, og liðsskipan SA hér.
Vegna Brynjumóts í hokkí þá falla æfingar niður á laugardag. Á sunnudagsmorguninn verða engar ísæfingar en í staðinn höfum við fengið lánaðan salinn á Bjargi þar sem við tökum góða afísæfingu, sjá lesa meira.