Gimli Cup - lokaumferð

Sjöunda og síðasta umferðin í Gimli Cup verður leikin í kvöld kl. 20-22.

Ferð á Aðventu- Íslandsmót í Rvík 4.-6.des

Síðasta útkall!!!

Þar sem ekki eru komnir fararstjórar fyrir keppnisferð til Rvíkur 4.-6.des. sjáum við framá að þurfa að aflýsa hópferð ef enginn býður sig fram fyrir mánudag 30.nóv. Ef svo fer að enginn bjóði sig fram verða foreldrar sjálfir að sjá um að þeirra barn komist í keppni. 

Ef einhverjir eru tilbúnir að fara, vinsamlegast sendið tölvupóst til Bryndísar dis@akmennt.is fyrir morgundaginn 30.nóv. Ekki verður auglýst frekar eftir fararstjórum.

Stjórn foreldrafélagsins.

Myndir úr leik SA - Björninn

Þá eru komnar nokkrar myndir úr leiknum frá því í gær 28.11. Bara smella hér.

Glæsilegt C-mót

Um helgina var haldið innanfélagsmót C-iðkenda og tókst það til með prýði. Iðkendur sýndu flestir sínar bestu hliðar bæði innan og utan svellsins. Auk þess sem upprennandi kornungir skautarar 6.-7. ára sýndu listir sínar við miklar undirtektir í höllinni og ljóst að framtíðin í björt í íþróttinni. Úrslitin má sjá undir lesa meira hnappnum

Dagskrá Íslandsmeistaramóts og Aðventumóts 2009

Inni á síðu Skautasambands Íslands er að finna dagskrá og keppendalista fyrir Íslandsmeistaramótið og Aðventumótið sem haldið verður helgina 5. og 6. desember 2009 í Laugardalnum.

Leikir í Meistaraflokki og 3.flokki um helgina

Skautafélagið Björninn mun brjótast norður yfir heiðar á laugardaginn og sækja okkur SA Víkinga heim með lið í Meistara og 3.flokki. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur og hafði SA sigur í fyrri leikjunum tveim og má því ganga að því vísu að Bjarnarmenn koma grimmir til leiksins og hægt að bóka hörku skemmtun hér í Skautahöllinni á laugardaginn kl. 17,30.. 3, flokkar félaganna munu svo eigast við að loknum meistaraflokksleiknum og verður áreiðanlega ekki minni barátta þar. Sem sagt skyldumæting í Skautahöllina á laugardaginn til að hvetja sína menn.  ÁFRAM SA .................

Breyttar æfingar og fundur

Æfingar á morgun verða breyttar/falla niður vegna hóps sem kemur á svellið milli 16 og 18. A2 og B2 mæta á fund með Helgu kl. 15:30-16:45 og A1 og B1 mæta 16:45-18:00, fundurinn verður uppi í fundarherbergi. A2 og B2 fara svo á ísinn kl. 18 og A1 og B1 kl. 18:40. Æfing hjá C1 fellur niður (verður bætt upp fyrir síðar).

Gimli Cup: Línurnar skýrast

Dramatískur endir varð á leik Garpa og Üllevål í kvöld. Skytturnar einar á toppnum fyrir lokaumferðina.

Gimli Cup - frestaðir leikir

Í kvöld fara fram tveir leikir í Gimli Cup sem frestað var úr fyrri umferðum.

Orðsending frá Evrópumótsförum

Liðið sem fer á Evrópumótið í Aberdeen eftir tæpa viku býður krullufólki og öðrum að heita á liðið eftir árangri.