Evrópumótið: Stórt tap gegn Lettum

Lettar voru of stór biti fyrir Íslendinga í dag.

Morgunístíminn í fyrramálið fellur því miður niður!

Búið að er leigja svellið á morgun og af þeim orsökum verðum við að fella niður ístímann okkar í fyrramálið!

Evrópumótið: Ísland tapaði naumlega fyrir Wales

Íslenska liðið sýndi góða baráttu gegn einu af toppliðum riðilsins. Tapaði naumlega fyrir Wales.

Æfingar á morgun miðvikudaginn 9. desember

Nú förum við að undirbúa jólasýninguna okkar í eldri hópunum. Það verður ekki tvöfaldur ís hjá A2 á morgun, mæta bara milli 17:30 og 18:15. S hópur verður einn á ísnum milli 18:15 og 19:00 og B1 mætir með A1 milli 19:10 og 19:55 í stað A2.

Evrópumótið: Tap gegn Austurríki

Austurríkismenn lögðu Íslendinga 11-5 í morgunleiknum á EM.

Vel heppnað Íslandsmeistara- og aðventumót ÍSS

Íslandsmeistara- og aðventumót Skautasambands Íslands í listhlaupi á skautum var haldið í Skautahöllinni í Laugardal um liðna helgi. Fjórir fulltrúar Skautafélags Akureyrar kræktu sér í verðlaun á mótinu, en það voru Helga Jóhannsdóttir fékk silfur í flokki Novice A, Sara Júlía Baldvinsdóttir, sem lenti í þriðja sæti í flokki 10 ára og yngri A. Rakel Ósk Guðmundsdóttir sigraði í flokki Junior B og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, var í öðru sæti í flokki 12 ára og yngri B.

Afístíminn í Laugargötu

Á morgun þriðjudaginn 8. desember verður ekki afístími í Laugargötu!

Evrópumótið: Ísland 10, Hvíta-Rússland 4

Íslendingar unnu góðan sigur á Hvít-Rússum í seinni leik dagsins.

SKAUTATÖSKUR

Ef þið hafið áhuga á að fá skautatöskur þá get ég útvegað þær. Það eru til einlitar eins og er en ef þið viljið munstraðar og þá til að setja í jólapakkann þá þarf ég að fá pantanir sem allr allra fyrst svo að við náum að fá þær tímanlega  Svo er ég með skautanælur og skautaskraut til að setja í men eða á GSM síma

Allý - allyha@simnet.is / 8955804

KERTI OG PAPPÍR

Halló þeir sem eiga eftir að borga wc. og eldh.pappír eru beðnir að koma peningunum til mín fyrir helgi þ.e. í síðasta lagi 10. desember. Og þið sem eru með kertapening eru líka berðnir að koma til mín peningum fyrir 10. desember. Það eru til fleiri kerti en ef ÞÚ getur ekki selt en ert til í styrkja okkur  og kaupa útikerti þ.e. tvö kerti í pk. á 1000 kr  þá getur  þú haft samband og nálgast þau til mín.

Allý- allyha@simnet.is / 8955804   er við eftir kl. 16:30