Evrópumótið: Ísland 4, Belgía 8

Ekki gengu vonir íslenska liðsins um sigur gegn Belgum eftir í dag. Íslendingar töpuðu 4-8.

Evrópumótið: Ísland 5, Króatía 8

Annað tap okkar manna staðreynd, lutu í lægra haldi fyrir Króatíu fyrr í kvöld.

Bautamótinu lokið

Bautamótinu lauk í dag um eittleitið og var slúttað með pastaveislu í boði Bautans, og þar með lauk 1.hluta Íslandsmótsins í þessum aldursflokki. SRingar komu sterkastir inn með flesta þátttakendurna  og flesta vinningana, Björninn var þar á eftir og Ungir SA víkingar í 3.sæti. SA þakkar gestum mótsins fyrir komuna og skemmtileg mót. Svona mót verða ekki haldin nema með aðkomu og fórnfýsi margra og viljum við þakka BAUTANUM fyrir diggan stuðning og öllum þeim foreldrum og velunnurum sem lögðu okkur lið.

Evrópumótið: Tap gegn Ungverjum

Íslendingar voru teknir niður á jörðina aftur eftir góða byrjun. Tap gegn Ungverjum, 2-9 í annarri umferð.

Æfingar mánudaginn 7. desember

Þeir sem kepptu um helgina mega taka sér frí þennan dag, bæði ís og afís. Það verður enginn afís hjá Söruh. Hjá C og D hópum verða venjulegar æfingar skv. tímatöflu. S hópur fær aukaæfingu milli kl. 17:20 og 18:10, mikilvægt að mæta! Iðkendur úr A og B hópum sem ekki kepptu eiga æfingu milli 18:20 og 19:05, þeir sem voru að keppa mega líka mæta ef þeir hafa áhuga :)

Evrópumótið: Sigur í fyrsta leik

Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Slóvaka í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu.

Meistaraflokkur og 2. flokkur

Sameiginleg æfing meistaraflokks og 2. flokks á laugardag kl 19.00

Mammútar í Aberdeen

Það styttist í Evrópumótið. Fyrsta æfing Mammúta utan Akureyrar var í dag, önnur æfing í fyrramálið kl. 7.30 og svo fyrsti leikurinn á laugardag kl. 12.

Opinn tími fyrir keppendur helgarinnar!

Opinn tími á ísnum verður fyrir þá sem keppa um helgina milli kl. 11.30 og 13.00.

Bautamótið 4. flokkur á Akureyri

Um helgina næstu fer fram í Skautahöllinni á Akureyri BAUTAMÓTIÐ 1.hluti af þremur í Íslandsmóti í 4.flokki. Þá mæta að sunnan til leiks bæði A og B lið frá Birninum og Skautafélagi Reykjavíkur og etja þá kappi við heimamenn. Keppendur eru krakkar fædd ´96 - ´97 og eru þau yngstu sem keppa á íslandsmóti í Íshokkí. Þetta er fjölmennt mót þar sem keppni byrjar kl. 7,30 á laugardagsmorgni og stendur þann daginn langleiðina að kvöldmat og svo frá kl. 8 á sunnudagsmorgni til rúmlega hádegis. Íslandsmótið samanstendur af þremur svona mótum þ.e. einu í hverri Skautahöll og spilar hver t lið 4 leiki í hverjum hluta og samanlagður árangur sker svo úr um Titilinn. Þessi mót eru auðvitað hápunktur vetrarstarfsins hjá þessum flokki og alltaf mikið fjör og fyrirgangur sem fylgir og oft gaman að fylgjast með þessum leikjum. DAGSKRÁNNA MÁ SKOÐA HÉR.