Orðsending frá Mammútum

Mammútar vilja þakka öllum þeim sem studdu við liðið með fjárframlagi, þjónustu, afsláttum, hvatningu og með öðrum hætti sem gerði þátttökuna á Evrópumótinu í krullu mögulega. Eftirtaldir fá okkar bestu þakkir:

Vantar mótstjóra eftir áramót

Deildinni vantar mótstjóra eftir áramót vegna forfalla. Eftir áramót verða þrjú mót eitt ÍSS mót (A&B) eitt vinamót (C) og eitt Akureyrarmót (A,B og C). Gamli mótstjórinn verður hinum nýja innan handar. Skemmtilegt starf með börnunum, endilega hafið samband við hildajana@gmail.com hafir þú áhuga.

Æfingar fram að jólasýningu

Hér er að finna plan yfir breyttar æfingar fram að jólasýningu

Einstaklingsmótið

Næst síðasti leikdagur einstaklingsmótsins var leikinn á mánudagskvöldið. Síðasti leikdagur er miðvikudagur 16.des. Staðan eins og hún er fyrir síðasta leikdag er þessi:

Frí á morgun

Á morgun verður hvorki morgunæfing né afístími í Laugargötu. Áherslan verður þessa vikuna á jólasýninguna, minni á að æfingaplan fyrir jólafríið er komið.

Tölvupóstur

Ef einhver fær ekki tölvupósta frá deildinni og vill fá þá, má sá hinn sami hafa samband við hildajana@gmail.com til þess að bæta viðkomandi við listann. Í einhverjum tilfellum höfum við verið að fá meldingar um að netföng séu ekki rétt skráð hjá okkur.

Skráning á RIG

Reykjavík International verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal 15-17. janúar (sjá www.rig.is). Allir A flokkar hafa kost á því að keppa á mótinu auk eldri B iðkenda í Novice, Junior og Senior. Skráning þarf að berast fyrir morgundaginn á hildajana@gmail.com Ekki verður farið í sérstaka keppnisferð á vegum félagsins á þetta mót.
Þátttökugjald: Þátttökugjald er kr. 3.500.- fyrir 1 prógram, og kr. 5.500.- fyrir 2 prógröm. Þáttökugjald skal greiðast á skráningardag, þriðjudaginn 15. desember 2009. Þátttökugjald greiðist inn á reikning : 0528-26-7001 kennitala : 410897-2029.Vinsamlega sendið afrit með nafni og kennitölu skautara á gjaldkeri@skautafelag.is og rig@skautafelag.is

Afsakið hvað þessi tilkynning kemur seint.

Meistaraflokkur karla sigraði í Egilshöll í gær

Meistaraflokkurinn bar sigur úr býtum í leik gærdagsins í Egilshöllinni með 6 mörkum gegn 3.  Þrátt fyrir markamuninn var sigurinn ekki auðveldur en Björninn er með skemmtilegt lið, marga hraða leikmenn sem spila af miklum ákafa þannig að lítið ráðrúm gefst til að dóla með pökkinn.  Leikurinn var jafn í upphafi og liðin skiptust á að skora.  Fyrsta mark leiksins skoraði hinn ungi og efnilegi Jóhann Leifsson eftir sendingar frá Stefáni Hrafnssyni og Sigurði Sigurðssyni.  Björninn jafnaði leikinn áður en SA jók forystuna aftur eftir mark frá Sigurði Sigurðssyni í power play.  Björninn var hins vegar ekki hættur og Brynjar Þórðarson jafnaði leikinn fyrir lok lotunnar, staðan því 2-2 eftir 1. lotu.

Einstaklingsmótið heldur áfram á mánudagskvöld.

PAPPÍRS OG KERTA PENINGUR

Halló allir sem eru að selja  kerti og seldu pappír í nóvember.  Nú þarf ég að fá alla peninga til mín í síðasta lagi þriðjudaginn 15. desember. Þeim sem ekki eru búnir að sækja til mín kerti en ætla að gera það þurfa að nálgast þau í dag eða á morgunn mánudag 14. des.  Við þurfum  að klára þetta í vikunni. 

MUNIÐ AÐ SKILA PENINGUNUM 

Allý - allyha@simnet.is / 8955804, er heima eftir kl. 16:30 á mánudaginn.