Íslandsmótið í krullu 2010
08.01.2010
Auglýst er eftir liðum sem ætla að taka þátt í Íslandsmótinu í krullu 2010. Þátttökutilkynningar berist í síðasta lagi 18. janúar.
HALLó HALLÓ allir skautarar í A, B, C og S- hóp og FORELDRAR. Nú er komið að öskudagsnammi sölu hjá deildinni okkar og þá vantar okkur ykkar hjálp til að fara í fyrirtækin í bænum og bjóða þeim pokana okkar. Við kvetjum ykkur til að koma í skautahöllina á sunnudaginn milli kl. 12 - 13 og sækja pöntunar miða og fara af stað helst á mánudaginn, salan þarf að klárast í næstu viku og pökkunin að byrja í þar næstu viku.
EF þið ekki komist á þessum tíma en getið farið í þetta í næstu viku þá endilega hafið samband við okkur.
Kristín - 6935120 og Allý - 8955804