Guðmundur Pétursson heiðraður
18.01.2010
Íþróttaráð Akureyrar veitti á dögunum viðurkenningar til nokkurra einstaklinga sem hafa í gegnum tíðina lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu íþróttamála á Akureyri. Einn þeirra sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni var Guðmundur Pétursson, eða Kubbi eins og við Skautafélagsfólk þekkjum hann. Kubbi fæddist í Innbænum árið 1940 þar sem hann átti sín æsku og ungdómsár og byrjaði snemma að renna sér á skautum líkt og Innbæinga er siður.
Hann hefur allra manna lengst setið í formannsstóli SA, frá 75-76 og aftur frá 79 – 89. Lengi vel bar hann félagið á herðum sér og barðist fyrir rekstri og viðhaldi skautasvæðanna hér í bænum. Sá hann þá bæði um samskipti við íþrótta- og bæjaryfirvöld auk þess sem hann skilaði ómældri vinnu við uppbyggingu og viðhald svæðanna.
Hann hefur allra manna lengst setið í formannsstóli SA, frá 75-76 og aftur frá 79 – 89. Lengi vel bar hann félagið á herðum sér og barðist fyrir rekstri og viðhaldi skautasvæðanna hér í bænum. Sá hann þá bæði um samskipti við íþrótta- og bæjaryfirvöld auk þess sem hann skilaði ómældri vinnu við uppbyggingu og viðhald svæðanna.