Sigur tryggður með gullmarki gegn Birninum

Í gærkvöldi tókst SA að stöðva sigurgöngu Bjarnarmanna í miklum baráttuleik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í framlengingu.  SA liðið lék þjálfaralaust því Josh Gribben tók úr leikbann í þessum leik og í stað þess að hafa fá einhvern á bekkinn í staðinn fyrir hann, sáu leikmenn sjálfir um bekkinn.  Það eru ekki mörg lið sem geta spilað án nokkurrar stjórnar á bekknum og því verður það eitt að  teljast góður árangur útaf fyrir sig.

Leikdagur: Björninn - SA í mfl karla

Eini íþróttaviðburðurinn sem skiptir einhverju máli fer fram í Egilshöllinni í dag kl. 16:30 er við Norðanmenn höldum suður yfir heiðar og tökum í lurginn á Bjarnarmönnum.  Það er orðið tímabært að stoppa sigurgöngu þeirra og tryggja stöðu SA á toppi deildarinnar.

Vetraríþróttahátíð 2010

Undirbúningur fyrir Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 2010 stendur sem hæst en hátíðin fer fram á Akureyri þar sem Vetraríþróttamiðstöð Íslands er staðsett. Hátíðin verður sett laugardaginn 6. febrúar hér í Skautahöllinni með mikilli sýningu þar sem fram koma m.a. hæfileikaríkir iðkendur í listhlaupi en Skautahöllin fagnar einmitt 10 ára afmæli sínu á þessu ári. Ólympíufararnir munu heiðra samkomuna og munu síðan halda utan til Vancouver í Kanada til þátttöku í Vetrarólympíuleikunum.

Vetraríþróttahátíð ÍSÍ stendur dagana  6. febrúar til 21. mars Á dagskrá Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ er að finna viðburði sem ná yfir sem flestar greinar þar sem vetraríþróttir eru í aðalhlutverki.

Skautafélagið og Skautahöllin munu taka mikinn þátt í hátíðinni og verða ýmsir viðburðir á vegum félagins sérstaklega í tilefni hátíðarinnar auk þess sem fastir liðir í dagskrá svo sem mót og keppnir munu fara fram undir merkjum hátíðarinnar meðan á henni stendur.

Íslandsmótið í krullu - tvö lið á toppinn

Önnur umferð deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu fór fram í kvöld. Tvö lið eru taplaus eftir tvær umferðir.

Íslandsmótið í krullu: 2. umferð

Önnur umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Íslandsmótið í krullu - úrslit 1. umferðar

Íslandsmótið í krullu hófst í kvöld með fjórum leikjum. Enn og aftur lentu Svarta gengið og Garpar saman í fyrstu umferð móts.

Mondor skautabuxur

Var að fá Mondor skautabuxur í stærðum 8 - 10, 12 - 14 og x- small.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804

SKAUTATÖSKUR

Því miður er einhver seinkun á munstruðu skautatöskunum en þær eru væntanlegar í byrjun febrúar, ég vona að það standist hjá framleiðanda.

kv. Allý

Íslandsmótið í krullu: 1. umferð

Fyrsta umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Fyrsta æfing fyrir opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar 2010

Eins og kom fram í fréttabréfi LSA núna í byrjun annar þá hefur LSA verið boðið að vera með opnunaratriði á Vetraríþróttahátíð 2010. Við munum setja upp 6-8 mínútna sýningu með öllum keppendum okkar í A, B og C flokkum. Hátíðin verður sett í Skautahöllinni 6. febrúar nk. Fyrsta æfingin verður nk. sunnudag 24. janúar milli 11 og 13 en þá viljum við fá A1, A2, B1, S og B2 á ísinn.