Ólympíuleikar - styttist í krulluna

Keppni í krullu á Ólympíuleikunum í Vancouver hefst þriðjudaginn 16. febrúar.

Árshátíð Skautafélagsins 13. mars

Minnum alla félagsmenn á að taka frá daginn 13. mars en þá verður haldin árshátíð Skautafélagsins í golfskálanum. Frekari upplýsingar koma síðar.

Nýr styrkleikalisti Alþjóða krullusambandsins - Ísland komið á skrið

Ísland ekki lengur neðst á listanum. Hækkar um fjögur sæti frá fyrra ári og er hástökkvari ársins.

HÆKKUN Á PAPPÍR

 PAPPÍRINN  HÆKKAÐI 'I  JANÚAR..

ÖSKUDAGUR

Halló öll pökkun búin takk takk fyrir hjálpina. En nú vantar okkur fólk til að keyra namminu í fyrirtækin helst á mánudaginn endilega hafið samband og hjálpið okkur.

Allý  8955804  f.hádegi og Kristín 6935120

Breyttar æfingar sunnudaginn 14. febrúar

Við ætlum að byrja æfingar á sunnudagsmorguninn seinna þar sem hokkíið mun ekki nota tímann sinn þann morguninn :) Munið eftir að mæta í nammipökkun um helgina!

ÖSKUDAGSPÖKKUN

Halló stelpur, fyrirgefið gleymdi að setja á heimasíðuna en það er ekki hægt að pakka í dag það vantar nammi. Við stefnum á að klára á morgunn laugardag við komum ca. kl. 11 og vonumst til að þær sem eru á æfingu í fyrramálið komi og hjálpi okkur í ca kl. tíma og klárum., það er ekki mikið eftir. :)

Allý og Kristín

Arena

Á morgun laugardag 13.febrúar verður sérstakur söludagur hjá Arena milli kl. 11 - 15 í Snægili 7 íb.101

Alls konar tilboð í gangi. Verð frá kr. 1500. Ný sending af fatnaði o.fl. fyrir skautara, dansara og í leikfimina.

Bestu kveðjur

Rakel s. 662 5260 eða rakelhb@simnet.is

 

Breytingar á æfingatíma föstudaginn 12. febrúar

Á morgun föstudaginn 12. febrúar er búið að leigja út ístíma LSA milli 18:00 og 19:20. Því verðum við að þjappa saman í hópana svo allir komist á ísinn þann dag. Kl. 16:10-17:05 fara C1, B2 og A2 á ísinn og kl. 17:05-18:00 fara A1 og B1 á ísinn.

Íslandsmótið í krullu: Keppnin jafnast, neðri liðin unnu þau efri

Úrslit leikja í fimmtu umferðinni þýða að keppnin jafnast og aðeins munar tveimur vinningum á efsta og neðsta liði.