SA eldri tapaði fyrir Birninum í kvöld

Í kvöld áttust við í deildarkeppninni SA eldri og Björninn í kvennaflokki.  Leikurinn fór fram í Egilshöllinni og skemmst er frá því að segja að það voru heimamenn sem unnu með þremur mörkum gegn engu.  Síðustu viðureign liðanna lauk með sigri SA fyrir norðan en nú snérist það við og munaði þar mest um magnaða markvörslu Karitas í marki Bjarnarins.  Hún átti stórleik, skellti í lás og krækti sér í shut-out þrátt fyrir mikla skothríð frá SA stúlkum á köflum.



 

Björninn Í úrslit gegn SA

Þau óvæntu úrslit urðu á dögunum að Björninn bar sigurorð af SR í síðustu viðureign liðanna í undankeppninni, og tryggði sér með því sæti í úrslitum.  Sigurinn var í sjálfu sér ekki óvæntur enda hefur verið mikið jafnræði með öllum liðum síðari hluta tímabilsins, hins vegar þurftu Bjarnarmenn að vinna með 4 mörkum til þess að ná markmiði sínu. 
Fyrirfram þótti það ekki líklegt að Birninum tækist að vinna með svona miklum mun, því það var talið frekar auðvelt fyrir reynslumeira lið SR að pakka í vörn og ef ekki vinna, þá í versta falli tapa með minna en fjórum mörkum.

A og B keppendur fá frí á æfingu á sunnudagskvöldið

Engar æfingar verða annað kvöld eða sunnudagskvöldið 28. febrúar þar sem keppendur og þjálfarar munu taka sér frí eftir langa en góða "keppnishelgi". Á mánudaginn verður Sarah fjarverandi svo afís fellur niður en ísæfingar verða á sínum stað :) 

Breyttar æfingar hjá 5 - 6 - 7 flokk um helgina

Það fellur niður 5 flokks æfing á laugardaginn kl 8
Það er mót hjá listhlaupadeildinni á sunnudaginn þannig að við æfum í íþróttahúsinu í Oddeyrarskóla.
6 flokkur mæting kl 11 í Oddeyrarskóla og sá hluti 5 flokks sem er hér í bænum má endilega mæta á þessa æfingu J
7 flokkur og byrjendur mæta kl 12 í Oddeyrarskóla

ÓL:Skemmtileg nótt framundan

Í nótt er komið að frjálsa prógramminu í listhlaupi kvenna á skautum. Yu-Na Kim frá Kóreu hefur nokkuð mikla forystu eftir fyrri dansinn, en hún fékk 78.40 fyrir stutta prógrammið og var m.a.með þrefalt loop, toe og lutz í prógramminu sínu Mao Asada frá Japan er næst á eftir henni með 73.78 stig og í þriðja sæti eftir stutta er heimakonan, Joannie Rochette frá Kanada með 71.36 stig og eru þetta einu konurnar sem fengu yfir 70 stig í stutta. Stutta prógrammið er að baki og frjálsa verður í nótt.

Ivana okkar Reitmayerova gekk ekki nógu vel í stutta og verður því miður ekki meðal þeirra efstu sem keppa í nótt. Þessi 17. ára flotta skauta stúlka náði hins vegar þessum frábæra árangri að komast á leikana og er ég viss um að þetta var góð reynsla fyrir hana.

Keppnisröð á Íslandsmóti barna- og unglinga

HÉR má sjá keppnisröð allra flokka á Íslandsmóti barna- og unglinga, smellið á "starting order". Munið að mæta í síðasta lagi klukktíma fyrir uppgefinn keppnistíma, það getur komið fyrir að mótinu verði flýtt af einhverjum orsökum og því best að gefa sér nægan tíma. Upphitun afís skulu iðkendur hefja ca. 30 mínútum fyrir upphitun á ís.

Ólympíuleikar - komið að undanúrslitum og úrslitum

Undanúrslit krullukeppninnar á Ólympíuleikunum fara fram í dag, fimmtudaginn 25. febrúar, úrslit kvenna á morgun, föstudaginn 26. febrúar, og úrslit karla laugardaginn 27. febrúar. Mögulegt er að horfa á alla leikina í beinni útsendingu á netinu. Sjá tímasetningar og rásir neðar í þessari frétt.

Íslandsmótið i krullu: Mammútar einir á toppinn

Átta umferðum lokið. Mammútar efstir, Riddarar í öðru sæti. Önnur lið fylgja fast á eftir.

Íslandsmótið i krullu: Frestaður leikur úr 7. umferð

Í kvöld fer fram einn leikur í deildarkeppni Íslandsmótsins, frestaður leikur úr sjöundu umferðinni.

Fer Haraldur konungur í köflóttar krullubuxur?

Buxur norska karlaliðsins í krullu á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli.