MONDOR SKAUTABUXUR

Ég á til tvö stk. Mondor skautabuxur, nr 8 - 10 og 12 - 14.

Allý - allyha@simnet.is / 8955804

Vinamót - úrslit dagur 1

Vinamót Skautafélags Akureyrar stendur nú yfir og gengur vel. Úrslitin frá laugardeginum eru svo hljóðandi

Bæjarkeppni í dag

Í dag kl. 17:30 fer fram hér í Skautahöllinni á Akureyri fyrsta Bæjarkeppnin síðan 1991.  Áður en liðin urðu þrjú talsins og fyrsta Íslandsmótið var háð með þremur liðum tímabilið 1991 - 1992 þá kepptu Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur árlega og nefndust þær viðureignir oftar en ekki Bæjarkeppnir.  Nú eru uppi hugmyndir um að endurvekja þennan viðburð þar sem Akureyraringar etja kappi við Reykvíkinga í íshokkí einu sinni á ári.  Til stendur að gera þetta bæði í karla og kvenna flokkum og í dag eru það karlarnir sem ríða á vaðið.

Íslandsmótið i krullu: Toppliðin töpuðu

Þrír leikir í tólftu umferð deildarkeppninnar voru leiknir í kvöld en einum frestað. Tvö efstu liðin töpuðu sínum leikjum og jafnast því mótið enn.

Myndir, myndir, myndir.

Myndir úr fimmta og síðasta leik í úrslitum milli SA og Bjarnarins ásamt verðlaunaafhendingu eru hér.

SA Íslandsmeistarar í karlaflokki

Í gærkvöldi tryggði Skautafélag Akureyrar sér 14. Íslandsmeistaratitilinn á 19 árum með góðum 6 – 2 sigri á Birninum fyrir fullri höll áhorfenda.  Það var gríðarleg spenna í loftinu fyrir þennan leik enda voru fyrstu fjórir leikir liðanna mjög jafnir og spennandi.  Þessi leikur fór eins af stað og allir hinir, Bjarnarmenn riðu á vaðið og náðu forystu snemma leiks er þeir nýttu sér tækifæri þegar þeir voru einum fleiri. 

Jóhann Leifsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn skömmu síðar en mörkin urðu ekki fleiri að þessu sinni.  2. lota réð úrslitum þar sem SA liðið stjórnaði leiknum og allt gekk upp bæði í sókn og vörn.  Lotan vannst 3 – 0 með mörkum frá Gunnari Darra Sigurðssyni, Andra Sverrissyni og Stefáni Hrafnssyni og þarna náðist mikilvægt forskot sem var þægilegt veganesti inn í 3. lotuna.

Æfingar á föstudaginn breyttar vegna undirbúnings fyrir Vinamótið

Sjá...

Upplýsingar vegna Vinamóts C keppenda (sent í tölvupósti)

Búið að draga í keppnisröð

Búið er að draga í keppnisröð fyrir vinamótið um helgina. Sjá í lesa meira.

Hokkíleikur ársins sýndur í beinni á N4


Skautafélag Akureyrar og Björninn mætast í hreinum úrslitaleik um íslandsmeistaratitil karla í íshokkíi á morgun miðvikudag kl:19:00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4 og hefst hún kl:18:30. N4 næst á rás 15 eða 29 á Digital Ísland. Þá verður leikurinn einnig sýndur beint á Netinu á www.n4.is og á heimasíðu íshokkísambands Íslands www.ihi.is.

Útsendingin er unnin í samvinnu við: Íslensk Verðbréf, Goða, Bílaleigu Akureyrar og Thule