Úrslitaleikur í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikud. 10. mars kl. 19,00
09.03.2010
Nú er komið að 5. og síðasta leik í úrslitalotunni þetta tímabilið. 4 leikir búnir og liðin hafa skipst á að vinna svo staðan í einvíginu er 2 : 2. Úrslit undangenginna leikja sýna að liðin, þótt ólík séu að samsetningu, eru gríðarlega jöfn. Margir hafa talað um það undanfarið að Bjarnarmenn séu betur í stakk búnir hvað líkamlegt þol áhrærir og fjölda en SA-drengir hafi sín megin fleiri ár og meiri reynslu, svo það má kanski segja að nú komi í ljós hvort eitthvað sé að marka hið fornkveðna, að betur vinni vit en strit. Nú skorum við á alla velunnara norðan heiða að fjölmenna í höllina og styðja við strákana því það veitir sannarlega ekki af öllum stuðningi til að landa Titlinum við brjálaða stemmingu hér heima á miðvikudaginn. ÁFRAM SA .......