Úrslitaleikur í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikud. 10. mars kl. 19,00

Nú er komið að 5. og síðasta leik í úrslitalotunni þetta tímabilið. 4 leikir búnir og liðin hafa skipst á að vinna svo staðan í einvíginu er 2 : 2. Úrslit undangenginna leikja sýna að liðin, þótt ólík séu að samsetningu, eru gríðarlega jöfn. Margir hafa talað um það undanfarið að Bjarnarmenn séu betur í stakk búnir hvað líkamlegt þol áhrærir og fjölda en SA-drengir hafi sín megin fleiri ár og meiri reynslu, svo það má kanski segja að nú komi í ljós hvort eitthvað sé að marka hið fornkveðna, að betur vinni vit en strit. Nú skorum við á alla velunnara norðan heiða að fjölmenna í höllina og styðja við strákana því það veitir sannarlega ekki af öllum stuðningi til að landa Titlinum við brjálaða stemmingu hér heima á miðvikudaginn. ÁFRAM SA .......

Breyttar æfingar vegna úrslitleiks í hokkíinu

Breyting á æfingum á morgun og hinn. Á morgun, miðvikudag falla niður æfingar eftir 18:15 og færast fram á næsta dag. Þannig verða A1 og A2 á æfingu 18:15-19:00 á fimmtudag og B1 og S kl:19:10-19:55 á fimmtudag. Ástæða breytinganna er að SA er komið í úrslt í íshokkí og keppa á morgun kl:19:00 - hvetjum alla til að mæta og styðja okkar menn til þess að fá bikarinn heim!  

 

 

   
   
   

Íslandsmótið í krullu: 12. umferð - BREYTT TÍMASETNING

Vegna úrslitaleiks SA og Bjarnarins í meistaraflokki karla í íshokkí á miðvikudagskvöld hefur tólfta umferð Íslandsmótsins í krullu verið færð til um einn dag og verður leikin fimmtudagskvöldið 11. mars. Krullufólk fær svellið kl. 20.00 það kvöld.

SA sigraði Björninn og tryggði sér oddaleik á miðvikudagskvöld

SA sigraði Björninn 3-2 í fjórða leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins sem fram fór í Egilshöllinni í Reykjavík í kvöld og er staðan í einvíginu þá orðin 2-2. Oddaleikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikudagskvöld (nánar um tímasetningu síðar.). Skautafélagsfólk, velunnarar og Akureyringar allir eru hvattir til að mæta.

Íslandsmótið i krullu: Úrslit 11. umferðar

Ellefta umferð deildarkeppninnar fór fram í kvöld. Tólfta umferðin frestast vegna úrslitakeppninnar í hokkíinu og verður væntanlega leikin fimmtudagskvöldið 11. mars í staðinn.

Íslandsmótið í krullu: 11. umferð

Ellefta umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Opið hús: Góð mæting

Margir mættu til að prófa krullu á opnu húsi í Skautahöllinni í dag.

Úrslitaleikurinn í beinni á stórum skjá.

Á veitingastaðnum Vegiterian, Geislagötu 7 (Hótel Norðurlandi)

Sunnudaginn 7. mars kl.14,00.  Húsið opnar kl.13,00    ÁFRAM SA .......

Skautafjöri aflýst

Af óviðráðanlegum orsökum fellur skautafjörið niður sem átti að vera í kvöld.

3. leikur á morgun í Egilshöllinni

Á morgun kl. 14:00 mætast SA og Björninn í þriðju viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 2010.  Leikurinn fer fram í Egilhöllinni í Grafarvogi og aldrei þessu vant þá verður leikurinn sýndur beint á RÚV.  Það verður án efa mikil stemning í höllinni því gera má ráð fyrir því að stuðningsmenn Bjarnarins reyni að fylla húsið enda glórulaust að gera eitthvað annað á sunnudegi kl. 14:00 en að mæta á hokkíleik.