Karfan er tóm.
Kæru foreldrar iðkenda í A1, A2, B1, B2, C1 og C2!
Nú stendur yfir pökkun á öskudagsnamminu, salan gekk vel og er því miklu nammi sem þarf að pakka. Eins og áður hefur komið framm er þetta okkar aðal fjáröflun og því mikilvægt að allt gangi vel. Því óskum við eftir aðstoð ykkar bæði við pökkun og útkeyrslu á namminu!!!! Það þurfa alltaf að vera helst þrír fullorðnir að hjálpar við pökkunina, hvert foreldri þarf ekki að vera allan tímann sem pakkað er þann daginn heldur gæti verið gaman að aðstoða þegar sá hópur er sem barnið manns er í. Ef þið sjáið fært að aðstoða hvort sem um ræðir pökkun, útkeyrslu eða bæði væri best að senda email á ruthermanns@hive.is þann tíma sem þið getið verið í pökkun en einnig er hægt að mæta pakka og grípa með sér nokkra kassa í útkeyrslu.
Í gær fór fram hér í Skautahöllinni Opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar 2010 og 10 ára afmælishátíð Skautahallarinnar. Mikið var um dýrðir og mikill fjöldi fólks lagði leið sína í skautahöllina að þessu tilefni. Opnunaratriðið hátíðarinnar var skemmtileg skrúðganga inn á ísinn þar sem fulltrúar vetraríþrótta í bænum fylktu liði og báru sína félagsfána undir taktföstu lófaklappi áhorfenda. Auk gangandi fólks þá voru einnig vélsleðar, vélhjól, hestar og já einn bíll.
Nú stendur yfir Norðurlandamótið í listhlaupi sem haldið er í Asker í Noregi. Tveir íslenskir keppendur taka þátt, sem eru Dana Rut og Heiðbjört Arney, við óskum þeim góðs gengis. Nánari fréttir af íslensku keppendunum er hægt að nálgast á heimasíðu ÍSS, http://skautasamband.is/ einnig er hægt að skoða heimasíðu mótsins http://www.nordics2010.no/