Íslandsmótið í krullu: 5. umferð

Fimmta umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Minningarmót um Magnús Finnsson

Minningarót um Magnús Finnsson verður haldið 11. 12. og 13. febrúar í skautahöllinni á Akureyri. Fjögur “Old Boys” lið taka þátt í þetta sinn. Tvö frá SA, og svo SR og Björninn.

Vantar aðstoð við pökkun á öskudagsnammi

Kæru foreldrar iðkenda í A1, A2, B1, B2, C1 og C2!

Nú stendur yfir pökkun á öskudagsnamminu, salan gekk vel og er því miklu nammi sem þarf að pakka. Eins og áður hefur komið framm er þetta okkar aðal fjáröflun og því mikilvægt að allt gangi vel. Því óskum við eftir aðstoð ykkar bæði við pökkun og útkeyrslu á namminu!!!! Það þurfa alltaf að vera helst þrír fullorðnir að hjálpar við pökkunina, hvert foreldri þarf ekki að vera allan tímann sem pakkað er þann daginn heldur gæti verið gaman að aðstoða þegar sá hópur er sem barnið manns er í. Ef þið sjáið fært að aðstoða hvort sem um ræðir pökkun, útkeyrslu eða bæði væri best að senda email á ruthermanns@hive.is þann tíma sem þið getið verið í pökkun en einnig er hægt að mæta pakka og grípa með sér nokkra kassa í útkeyrslu.

  

Íslandsmótið i krullu: Eitt lið ósigrað

Mammútar eru nú eina liðið sem hefur unnið alla leiki sína þegar fjórum umferðum er lokið í deildarkeppni Íslandsmótsins.

Myndir úr mfl. leik SA / SR 6. feb

Myndirnar má skoða hér.

Íslandsmótið í krullu: 4. umferð

Fjórða umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Opnunar- og afmælishátíð heppnaðist vel

Í gær fór fram hér í Skautahöllinni Opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar 2010 og 10 ára afmælishátíð Skautahallarinnar.  Mikið var um dýrðir og mikill fjöldi fólks lagði leið sína í skautahöllina að þessu tilefni.  Opnunaratriðið hátíðarinnar var skemmtileg skrúðganga inn á ísinn þar sem fulltrúar vetraríþrótta í bænum fylktu liði og báru sína félagsfána undir taktföstu lófaklappi áhorfenda.  Auk gangandi fólks þá voru einnig vélsleðar, vélhjól, hestar og já einn bíll.

Ósigrar á heimavelli

Það gekk hvorki né rak hjá SA liðum í gær.  Fyrri leikur dagsins var SA - SR í karlaflokki og spenna var í þeim leik fram til loka 2. lotu þrátt fyrir að gestirnir hafi verið skrefinu á undan allan leikinn.  Í þriðju lotunni rákumst við hins vegar á vegg og lokastaðan varð 8 - 4 þeim sunnlensku í vil.  Þar með lauk mikilli þurrkatíð hjá SR og óhætt að segja að mikill viðsnúningur hafi orðið í þessari viðureign frá þeirri síðurstu er við unnum 6 - 0 hér á heimavelli.  En svona er hokkíið, allt getur gerst.

Mikið um að vera í Skautahöllinni í dag

Það er óhætt að segja að mikið verði um að vera í Skautahöllinni í dag.  Opnun vetraríþróttahátíðar og 10 ára afmælishátíð Skautahallarinnar hefst kl. 16:00 í dag auk þess sem tveir hokkíleikir fylgja í kjölfarið.  Dagskrá hátíðarinnar hefst á skrúðgöngu inn á ísinn sem í verða fulltrúar vetraríþrótta hér í bænum m.a. snjósleðar, hjól og hestar.  Í framhalidnu taka við nokkur ávörp og síðan kynning á íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum.

Norðurlandamót 2010

Nú stendur yfir Norðurlandamótið í listhlaupi sem haldið er í Asker í Noregi. Tveir íslenskir keppendur taka þátt, sem eru Dana Rut og Heiðbjört Arney, við óskum þeim góðs gengis. Nánari fréttir af íslensku keppendunum er hægt að nálgast á heimasíðu ÍSS, http://skautasamband.is/ einnig er hægt að skoða heimasíðu mótsins http://www.nordics2010.no/