14.01.2010
Listhlaupadeild SA á 11 keppendur á Reykjavík International (RIG) sem fram fer um helgina, þar keppir meðal annarra Helga Jóhannsdóttir nýkjörin skautakona ársins 2009 hjá LSA, en hún keppir í flokki Novice A. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðunni www.rig.is Þá má fylgjast með úrslitum mótsins hér http://skautafelag.is/list/gogn/RIG2010/Urslit/index.htm.
Óskum okkar keppendum góðs gengis og góðrar skemmtunar.
13.01.2010
Orðsending frá gjaldkera Krulludeildar.
13.01.2010
Til að skrá sig á póstlista LSA skal senda tölvupóst með nafni foreldris, barns og æfingahóps á skautar@gmail.com. Við erum að fá þó nokkrar villumeldingar sem og að okkur vantar tölvupóstföng nokkurra aðila.
12.01.2010
Búið er að draga í keppnisröð fyrir Reykjavík International mótið um helgina. Þar er einnig að finna tímatöflu. Sjá
HÉR.
12.01.2010
Minnum á tímann í Laugargötu í dag kl. 17-18 :)
11.01.2010
Riðlakeppni Janúarmótsins lauk í kvöld. Garpar unnu A-riðil, Mammútar unnu B-riðil.
11.01.2010
Í kvöld fer fram þriðja umferð riðlakeppni Janúarmótsins.
11.01.2010
Á morgun þriðjudaginn 12. janúar verður morgunæfing fyrir þá sem fara á Rig um næstu helgi. Þeir sem ekki fara á Rig eru líka velkomnir. Æfingin hefst stundvíslega kl. 06:30 og lýkur 07:20 eins og fyrir áramót, mæting kl. 06:15 :)
10.01.2010
Rétt í þessu var að ljúka úrslitaleiknum á HM í Tyrklandi þar sem Ísland tapaði fyrir Ástralíu 1 - 3. Í gær unnu okkar menn þó mikilvægasta sigurinn á Nýja Sjálandi því með þeim sigri tryggði liðið sér farseðilinn uppúr 3. deildinni og munu því spila í 2. deild að ári. Þrátt fyrir að því takmarki hafi verið náð í gær var leikurinn í dag mikilvægur því stefnan er alltaf sett á sigur. Ástralía er enn aðeins sterkari en við og enn ætlar að verða einhver bið á því að við náum að landa sigri á móti þessum andfætlingum okkar - en biðin styttist.
09.01.2010
Í kvöld tryggði SA sér fyrsta sigurinn í vetur gegn Birninum í kvennaflokki, í æsispennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr enn á síðustu sekúndunni, í orðsins fyllst merkingu. Nokkuð jafnræði var með liðunum en Björninn var þó alltaf skrefinu á undan. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 16. mínútu þegar Hanna Heimisdóttir opnaði markareikninginn fyrir Björninn eftir varnarmistök SA.