Barnamót um helgina og 2. flokkur
22.01.2010
Töluvert verður um að vera um helgina og SA fólk á faraldsfæti. Yngstu keppendurnir eru að fara á barnamót í Egilshöll, þ.e. 7, 6 og 5 flokkur og mun mótið standa frá laugardagsmorgni til hádegis á sunnudag. Tveir leikir verða svo hjá 2. flokki, sá fyrri í kvöld en sá seinni á morgun og að þessu sinni verða mótherjarnir Bjarnarmenn. Hart er barist í 2. flokki um Íslandsmeistaratitilinn og leikirnir um helgina munu gefa mikilvæg stig.