Fræðsla um íþróttameiðsl hjá ÍSÍ

Iðkendur, foreldrar, þjálfarar og aðrir áhugasamir. Fræðslukvöld verður hjá ÍSÍ hér á Akureyri nk. fimmtudag, 8. október. Hvetjum alla sem áhuga hafa til að kíkja við og hlusta á mjög gagnlegan fyrirlestur um íþróttameiðsl.

Haustmót ÍSS gekk vel

Haustmót ÍSS fór fram um helgina í Skautahöllinni á Akureyri. Iðkendur frá SA, SR og Birninum í A & B flokkum tóku þátt í mótinu, sem gekk vel. Úrslitin má sjá á heimasíðu Skautasambandsins www.skautasamband.is en undir meira má sjá verðlaunahafa.

 

Hefðbundinn frídagur eftir keppni

Á morgun mánudaginn 5. október er hefðbundinn frídagur hjá keppnisflokkunum A1, A2, B1 og B2, einnig á morgunæfingu á þriðjudaginn. C flokkar mæta á sínum vanalega tíma, bæði ís og afís. S hópur fær aukaæfinga strax að lokinni æfingu hjá D eða kl. 17:20-18:10, þeir A og B iðkendur sem ekki voru að keppa geta mætt með S hópnum.

Bikarmót krulludeildar 2009.

Fyrsta umferð Bikarmóts krulludeildar 2009 verður miðvikudaginn 14. okt.

3.fl. vann 3 - 6

3. fl. var að vinna sinn leik 3 - 6.  Ingþór setti 1, Pétur setti 1 og Siggi 4.    GÓÐIR SA ...........................

Mfl. SA var rétt í þessu að vinna sinn annan leik í Íslandsmótinu 2 - 4

Leik SR og SA í laugardalnum var að ljúka rétt í þessu með sigri SA 2 - 4.  Fyrsta mark leiksins skoraði Gauti fyrir SR á held ég 43. sek en Gunnar Darri jafnaði undir lok lotunnar, í annari lotu var Gauti aftur á ferð en Stebbi jafnaði áður en lotan leið. Stebbi skoraði svo þriðja mark SA og Simmi held ég kláraði svo með því 4. Skot á mörk var mér sagt að hefðu skipst þannig að SR skaut 33 sinnum en SA 61 sinni.   Birt algjörlega eftir minni og án ábyrgðar þar til staðfesting fæst.  3. flokkar liðanna spila svo núna strax á eftir og vonum við að þeim gangi ekki síður.    ÁFRAM SA !!!!!!!!!!

PAPPÍR

Halló, nú fer að koma að keppnisferð suður og þeir sem hafa áhuga á að selja pappír til fjáröflunar eru beðnir að hafa samband við mig. Allir krakkar sem fara suður þ.e. A,B og C keppendur geta selt WC pappír og eldhúsrúllur. Ég vil líka minna ykkur á að hægt er að fara með flöskur / dósir í endurvinsluna og leggja þær inn á söfnunarblað listhlaupadeildarinn og kvitta NAFN BARNS sem á þann pening því að þessi peningur fer ekki í einn pott heldur á hver sína innlögn sem hægt er að nota í keppnisferðir.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804/ svara ekki í símann virka daga milli kl. 13 - 16:30

Fatnaður fyrir Hokkí krakka og fleiri

Síðasta mátun er sunnudaginn 3 okt frá kl 16:15-17.  Þessi fatnaður er ekki bara fyrir börn við erum með upp í stærðir xxL

Breyttar æfingar föstudag-sunnudag!

Vegna Haustmóts ÍSS um helgina verða breyttar æfingar og einnig verður við að fella nokkrar æfingar niður. Sjá lesa meira.

Myndir frá KEAmótinu

Við auglýsum hér með eftir myndum frá KEA mótinu til að setja á heimsíðuna, ekki bara frá verðlaunaafhendingunni heldur líka af ísnum :) Ef einhverjir eiga myndir endilega setjið á disk og látið Helgu Margréti fá.