Hokkískóli Óldboys haustið 2009

Hokkískóli Óldboys haustið 2009:
Verður haldinn síðustu tvær vikunar í ágúst og byrjar

MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 17. ÁGÚST

Svona lítur stundaskráin út,,, muna pennaveski og hokkígalla !!!
Mánudagskvöld, miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöl frá kl 20:00 – 22:00

KK
Björn Guðmundsson
S: 869 5060

Drög að tímatöflu viku 4 í æfingabúðum LSA

Hér undir lesa meira má finna drög að tímatöflu fyrir viku 4 í æfingabúðum LSA. Athugið að planið gæti breyst og kemur þá tilkynning um það sérstaklega.

Æfingar fyrir byrjendur hefjast 16. september

Æfingar fyrir byrjendur og styttra komna - í svokölluðum D hópi hefjast þann 16. september n.k. og eru allir að sjálfsögðu velkomnir á æfingar hjá deildinni. Miðað er við að börn á leikskólaaldri æfi einu sinni í viku bæði á og af ísnum, en grunnskólabörn tvisvar sinnum - drög að tímatöflu haustannar má sjá á tengli hér til vinstri. Þann 16. sep. verður skráningardagur í höllinni.

Aðrir iðkendur í öllum C,B og A flokkum hefja leikinn þann 31. ágúst.

Hlökkum til að sjá ykkur

kær kveðja
Stjórnin

Krullunámskeiðið verður

Viðbrögð krullufólks góð. Enn hægt að bæta við.

Einkatímar

Hægt er að fá einkatíma hjá Ivetu, Helgu Margréti og Audrey Freyju meðan á æfingabúðunum stendur. Það er takmarkaður ístími í boði og því mikilvægt að þeir sem áhuga hafa panti tíma sem fyrst. Best er að panta tímana með því að tala við viðkomandi þjálfara beint. Við bendum á að ekki má trufla hóptíma á ís til að panta, best að reyna að hitta á þjálfara meðan heflanatímar eru eða á opnum tímum. Iveta og Helga Margrét bjóða upp á tíma í tækni og prógrammagerð en Audrey Freyja mun bjóða upp á tíma í "choreography" eða listfengi (fínpússa prógröm, bæta inn hreyfingum o.s.frv.). 30 mín hjá Ivetu kosta 2500 kr en 1200 kr. hjá Helgu Margréti og Audrey Freyju. Borga skal áður en tíminn byrjar. Það er hægt að senda Helgu Margréti póst á helgamargretclarke@gmail.com og Audrey Freyju póst á audreyfreyja@gmail.com, auðvelt er að hitta á Ivetu niður í höll :)

Nú styttist í að æfingar fari að hefjast

Jæja góðir iðkendur nú styttist í að tímabilið fari af stað. Nú er allur undirbúningur á fullu og stefnt að því að byrja æfingar þriðudaginn 1. sept. nánar um það síðar. Verið er að leggja lokahönd á vetrardagskránna í samráði við ÍHÍ og hin félögin, og Josh og Sara eru að setja saman æfingatöflu vetrarins. Við stefnum á að fjölga í hokkínu í vetur svo verið nú dugleg að hvetja vini og vandamenn til að koma og prófa hvort sportið hentar þeim. Kvenna vikan í sumar-hokkískólanum er búin og tókst afburða vel og þátttakendur mjög ánægðir og nú er í gangi vika fyrir 12 ára og yngri og sé ég ekki betur en gamanið og skemmtunin séu í hæstu hæðum (O:     Varðandi skápana þá eiga þeir sem voru með skápa í fyrra forleigu-rétt, en umsjón með skápunum er í höndum Reynis í reynir@sasport.is eða 6604888.  Meira þegar nær líður og hlutirnir verða komnir betur á hreint.

Umfjöllun um æfingabúðirnar á N4

Umfjöllun um listhlaupa- og hokkíæfingabúðirnar verða á N4 í kvöld kl:18:15 og svo á klukkustundar fresti til morguns. Á morgun má svo sjá umfjöllunina á http://n4.is/tube/

Krullunámskeið - danskur leiðbeinandi

Ef næg þátttaka fæst ætlar Krulludeildin að bjóða upp á námskeið fyrir krullufólk helgina 29.-30. ágúst.

Æfingar laugardaginn 8. ágúst

  • Afís fellur niður á morgun og ekkert um að vera í fundarherbergi vegna fjarveru þjálfara
  • 3. hópur mætir með 2. hóp en 1. og 2. hópur mætir á sínum venjulegu tímum
  • Það er ekki boðið upp á hádegismat á morgun svo allir verða að taka með sér nesti

Nýr formaður

Frá og með deginum í dag mun Jóhanna láta af störfum í stjórn Listhlaupadeildarinnar. Hilda Jana mun taka við og starfa sem formaður út veturinn. Jóhönnu eru þökkuð vel unnin störf í þágu deildarinnar, sem þó er ekki lokið því hún mun taka við sem mótstjóri veturinn 2009-2010.