(O; Margar hendur létt verk ;O)

Hokkídeildin stendur nú í ströngu við kynningu íþróttarinnar hér á Akureyri með það fyrir augum að ná í nýja iðkendur og efla starf deildarinnar. Fyrsta skrefi í þessu starfi er nú lokið, en það var að dreifa kynningarblaði í öll hús hér á Akureyri alls um 7000 lúgur og vegna þess hve margir skráðu sig til dreifingarvinnu gekk þetta eins og í sögu. Deildin vill ÞAKKA þeim sem brugðust svo skjótt við og lögðu á sig þessa óeigingjörnu vinnu íþróttinni og börnunum okkar til framdráttar.   Þúsund Þakkir.

MEISTARAFLOKKSMENN ATHUGIÐ!!!!!

Skyldumæting á æfingu í kvöld hvort sem þú kemst á ís eða ekki!!! Ísæfing hefst stundvíslega kl 21:00      Sjáumst     Josh

SKAUTABUXUR

Skautabuxur eru væntanlegar til landsins í byrjun september. Þeir sem ætla að fá skautabuxur þá eru beðnir að senda mér pöntun á maili.

Allý / allyha@simnet.is,  

Vantar sjálfboðaliða til að dreifa bæklingi þriðjudaginn 25 ágúst!

Ísæfingar síðustu vikuna í ágúst

Ístími síðustu viku í ágúst:

Tryouts fyrir meistaraflokk veturinn ´09 -´10

Allir leikmenn eldri en 16 ára sem hafa áhuga á að leika með meistaraflokki þessa leiktíð eru velkomnir á "tryouts" sem hefjast á þriðjudag 25. ágúst kl:21.00 og önnur æfing fimmtudag 27. ágúst kl:21.00.  Ef þú hefur áhuga á að leika með liðinu en kemst ekki á aðra hvora æfinguna vinsamlegast hafið þá samband við Josh Gribben gsm:869-6688.  Ég hlakka til að sjá ykkur alla og hefja ferðalagið að íslandsmeistara titlinum 2010.
 Kær kveðja,
Josh Gribben.

Sumaræfingabúðir - 3 vikur á enda og 1 eftir

Hér er smá samantekt á viku 1, 2 og 3 í æfingabúðunum.

PAPPÍR

Þeir sem hafa áhuga á að fá pappír núna í ágúst eru beðnir að hafa samband við mig, ekki sækja pappír áður. Næst er hægt að fá pappír í október áður en farið verður suður á fyrsta mótið sem verður í nóvember, þá er hægt að selja uppí kostnaðinn í þeirri ferð.. 

 Þeir sem eiga enn hjá mér pening fyrir kertum og kleinum eru beðnir að hafa samband sem fyrst.

kleinupening á Lóa Aðalheiður, kertapening eiga Snjólaug Vala, Saga Snorrad, Birna Pétursd. Elva Hrund og Elsa Björg

Allý / s, 8955804

Selt og keypt

Minni á siðuna Selt og keypt fyrir þá sem vilja kaupa búnað eða losa sig við búnað.

Myndbönd af Ivönu Reitmayerova og Peter Reitmayer

Hér eru myndbönd af Ivönu og Peter frá keppnum erlendis fyrir þá sem áhuga hafa. Þau verða hér hjá okkur þar til í lok ágúst með mömmu sinni Ivetu sem kennir nú sem gestaþjálfari hjá LSA. Hér má sjá Peter á Junior Grand Prix 2008 og hér má sjá Ivönu á heimsmeistaramótinu í Helsinki 2009 þar sem hún varð 14. í heildina og yngst keppenda.