Einkatímar með Ivetu

Iveta býður upp á einkatíma dagana sem hún er hér. Hálftíminn kostar 2400 krónur og er nauðsynlegt að greiða við upphaf tímans. Tilvalið tækifæri til að vinna í prógrömmum og/eða tækni. Þeir sem eru ekki komnir með dans þurfa að tala við Helgu áður en þeir panta tíma. Pantið í skautahöllinni.

Breytingar

Nú yfir helgina standa yfir breytingar á meistaraflokksklefanum. Allir meistaraflokksmenn eru hvattir til að MÆTA og leggja fram hjálparhönd.

Skautanámskeið

KRAKKAR  ATHUGIÐ
Skautanámskeið fyrir krakka sem voru að æfa síðasta vetur og/eða ætla að æfa í vetur.Skautanámskeið verða í sumar, dagana
5. 6. 8. 11. 13. og 15. ágúst kl. 16:30 - 18
Frábært tækifæri fyrir þá krakka sem vilja æfa sig á skautum fyrir veturinn.
Verð kr. 6.000.-

Skautahöllin opin um verslunnarmannahelgina

Skautdiskó verður föstudagskvöldið 1. ágúst milli kl. 19:00 - 22:00.

Sunnudaginn 3. ágúst verður opið milli kl. 13:00 og 17:00. 

Týnt skautapils

Ég týndi skautapilsinu mínu í skautahöllinni í síðustu viku. Það er svart með gylltu munstri. EF þú hefur fundið það vinsamlegast hafðu samband við mig. Kv. Diljá sími 8435255

Einkatímar hjá Margaret og Körlu

Margaret og Karla vildu koma því á framfæri að þær munu bjóða þeim sem áhuga hafa upp á einkatíma þessar tvær vikur sem þær eru hjá okkur.

SA skautapeysa týnd

Ég týndi SA skautapeysunni minni á fyrsta degi æfingabúðanna. Ef einhver finnur hana í fórum sínum endilega hafið samband í síma 896-8436 sem fyrst. Peysan er númer 12 og mig minnir að hún sé merkt nafninu mínu Hulda Dröfn.

Vantar skauta !!!

Átt þú skauta til að selja mér? Vantar skauta númer 240, ef þú lumar á pari og vilt losna við það endilega hafðu samband við Jóhönnu í síma 663-2879 eða á johannasig@penninn.is.

Aðstoð óskast í mat og akstur!

Enn vantar í akstur og mat, endilega skráið ykkur á einhverja daga. Skráningarblöð eru í andyrinu í skautahöllinni. Nokkrir hafa haft samband og sagst geta verið og hægt sé að hringja þegar vantar, betra væri ef þeir myndu skrá sig, til þess að enginn þurfi að vera niður frá og hringja út þegar vantar.

Afístímar

Minnum á að afístímar fyrstu tvær vikurnar eru BARA á þriðjudögum og fimmtudögum upp á Bjargi. Hina dagana í höllinni. Ef fyrsti tími er afís á Bjargi, þá á að mæta þangað beint!