Karfan er tóm.
Fyrsti leikur meistaraflokks S.A. verður á laugardaginn 20 september kl 16:00. Björninn mætir á svæðið og má því búast við hörkuleik því Björninn hefur á að skipa ungum strákum í bland við nokkrar gamlar hetjur..
S.A. menn hafa verið að æfa einsog titl..... skeppnur og ætla sér ekkert annað sigur í fyrsta leik og það á heimavelli. Einsog skrifað var áðan þá hefjast lætin stundvíslega kl.16:00 og hvetjum við alla að mæta!!!!! strax á eftir keppir svo 3 flokkur við björninn.
ÁFRAM S.A.!!!!!!!!
Á laugardaginn næsta mun Meistaraflokkur og 3.fl. Bjarnarins sækja okkur heim. Meistaraflokks leikurinn verður á undan og hefst kl. 16,00 og svo verður 3.fl. leikurinn strax á eftir. Nú eru allir hvattir til að mæta og hvetja sína menn. ÁFRAM SA .............................
FORELDRAR ALLRA IÐKENDA ATHUGIÐ ......... Skráningardagur!
Skráningardagur fyrir veturinn verður næstkomandi fimtudag hinn 11. september fyrir öll börn sem ætla að æfa í vetur.