Akureyrarmót haldið næsta sunnudag

Akureyrarmót í listdansi á skautum verður haldið næsta sunnudag, milli klukkan 8:00 og 14:00. Þar keppa allir A,B og C keppendur, þ.e.a.s. í 3.4.5. og 6. hóp. Dregið verður í keppnisröð á miðvikudagskvöldið klukkan átta og eru keppendur hvattir til þess að mæta og taka þátt í útdrættinum. Þá er nauðsynlegt að borga keppnisgjöld fyrir næsta laugardag, og helst sem allra fyrst. Keppnisgjaldið er 1.500 kr. og á að leggja peninginn inn á reikning 0162-05-268545. Athugið að setja nafn iðkenda í athugasemt. Nauðsynlegt er að senda póst á sigridur@samskip.is ef iðkendur hafa ekki hug á því að taka þátt. Það einfaldar mjög mikið vinnu við mótið ef við vitum sem allra fyrst af því ef einhver ætlar ekki að taka þátt, þannig að endilega látið okkur vita sem allra fyrst.

Ice Cup: Skráningarfrestur til 15. apríl

Tími til að huga að skráningu liða á Ice Cup. Þrjú og hálft erlent lið þegar komin til leiks.

Sigurfagnaður í Golfskálanum í kvöld kl. 20.00

Í kvöld kl. 20.00 höldum við sigurfagnað mikinn í tilefni frábærs árangurs bæði karla og kvenna. Allir SA unnendur hvattir til að mæta í grill og gleði.  ÁFRAM SA !!!!

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Fjórir leikir verða leikir á Íslandsmótinu í krullu í kvöld, mánudagskvöldið 31. mars.

SA Íslandsmeistari í karlaflokki

Þessari frétt er fengin að "láni" af heimasíðu Bjarna Gautasonar www.bjarnig.blog.is Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

Rétt í þessu var að ljúka fjórða leiknum milli S.R. og S.A. í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Lokastaðan var 5-9 S.A. í vil. S.R. byrjaði betur og komst í 1-0 með marki Arnþórs Bjarnasonar þegar 2:34 voru liðnar af leiknum. Eftir það virðist leikurinn hafa snúist og S.A. tók öll völd á vellinum. Staðan var 1-3  eftir fyrsta leikhluta.

Enginn afís hjá Söruh á mánudaginn!

Afís á mánudaginn næsta hjá 4. 5. og 6. hóp fellur niður vegna fjarveru Söruh.

Dómur fallinn í kærumáli vegna 1. leiksins í úrslitunum.

Dómur féll SA í vil, Emil var dæmdur ólöglegur leikmaður og niðurstaða leiksins því 10 - 0 fyrir SA. Staðan í úrslita-einvíginu er því 2 - 0 og nú vantar bara sigur í dag.  Leikurinn er sýndur beint á RÚV. ÁFRAM SA !!!!!

Þjófnaður í krullunni

Í krullunni er talað um að lið steli stigi þegar það nær að skora án þess að eiga síðasta stein í umferðinni. Hugtakið að stela var þó á allra vörum af öðrum ástæðum í Vernon í Bresku Kólumbíu í Kanada fyrr í vikunni.

Myndir úr 2. úrslitaleik SA-SR sem fór 4-0

Myndir úr leiknum hér.

Myndir úr 1. úrslitaleik SA-SR sem endaði 6-9

Myndir úr leiknum hér.