Íslandsmótið í krullu - Mammútar sigruðu í uppgjöri toppliðanna

Mammútar eru nú öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Sex lið bítast enn um hin þrjú sætin í úrslitunum.

Pantanir á myndum

Þeir sem enn hafa hug á því að panta myndir hjá okkur frá Ljósmyndara eru vinsamlegast beðnir að athuga það að seinasti dagurinn til að panta er 1.apríl. Vinsamlegast verið búin að senda allar pantanir á netfangið krikri@akmennt.is með uppl. um númer myndar (4ra stafa númer), fjölda og stærð uppl. um verð eru á blaði sem kom með disknum.

Kveðja Kristín K

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Fjórir leikir fara fram í undankeppni Íslandsmótsins í kvöld, þriðjudagskvöldið 25. mars. Athygli er vakin á að þessir leikir voru færðir yfir á þriðjudagskvöld frá upphaflegri leikjadagskrá.

Ísland - Rúmenía; 4 - 3

Íslenska kvennalandsliðið sigraði það rúmenska í hörkuleik í gærkvöldi í Rúmeníu.  Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og loturnar fóru 2 - 1, 1 - 1 og 1 - 1 - mikið jafnara verður það ekki.  Í fyrstu lotunni skoraði Anna Sonja eftir sendingu frá Alissu og síðan skoraði Agga eftir sendingu frá Steinunni.

Meistaraflokkur.

Æfing verður frá 11-12.50 á morgunn.

 

Yfirstrumpurinn.

Fundur um Peter Gutter námskeiðið

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn þeirra sem fara á námskeiðið verður haldinn fimmtudaginn 27.mars kl:19.30

kveðja Kristín Þöll

Úrslitakeppni í meistaraflokki hefst á miðvikudaginn

Á næsta miðvikudag kl. 19,00 leika SA og SR til úrslita í meistaraflokki.  1. leikur í úrslitakeppninni verður hér í Skautahöllinni á Akureyri og leikur númer 2 daginn eftir á fimmtudeginum kl. 19,00.  3. og 4. leikur verða svo í Laugardalnum á laugardeginum og sunnudeginum þar á eftir og 5. leikur á þriðjudag hér fyrir norðan ef til kemur.

SA - Narfi; 12 - 3

Leik SA og Narfa lauk með sigri SA 12 - 3 . Myndir úr leiknum.

Leikurinn var léttur og skemmtilegur og ágætis undirbúningur fyrir komandi úrslitakeppni.  Loturnar fóru 3 - 1, 6 - 0 og 3 - 2.

 

SA - Narfi í kvöld kl. 21:00

Skautafélag Akureyrar tekur á móti Narfa frá Hrísey í kvöld kl. 21:00.  Leikurinn í kvöld er síðasti leikur SA fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku.  Narfarnir mæta væntanlega borubrattir til leiks að vanda og verður leikurinn án efa hinn skemmtilegasti.

Old Boys !!!!!!!!

Vegna leiks SA gegn Narfa miðvikudaginn 19. mars, verður engin æfing, ekki heldur á páskadag né miðvikudaginn 26. mars, en þá er 1. leikur í úrslitum í mfl. karla SA gegn SR, ef einhverjir vita það ekki nú þegar. Næsta æfing verður því sunnudaginn 30. mars.