Íslandsmótið í krullu - enn sigra Mammútar

Mammútar halda sínu striki og eru nú orðnir nánast öruggir um að fara í úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu.

Enginn sporatími í fyrramálið!

Sporatími milli 06:30 og 07:15 hjá 5. og 6. hópi fellur niður á morgun þriðjudaginn 4. mars. Kv. Helga Margrét 

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Fjórir leikir fara fram á Íslandsmótinu í krullu í kvöld, mánudaginn 3. mars.

SA Íslandsmeistari í kvennaflokki

Í gærkvöldi tryggði kvennalið SA sér Íslandsmeistaratitilinn með 4 - 2 sigri á Birninum í 6. viðureign liðanna á þessu tímabili.

Breyting á tímasetningum á B&U mótinu

 Íslandsmót barna og unglinga 29. febrúar – 2. mars 2008 Skautahöllin í Laugardal

 

1.3.2008 Laugardagsmorgunn

08:00:00 09:27:00 17 10 ára og yngri B

09:27:00 10:25:00 10 14 ára og yngri B og 15B drengir

10:25:00 10:40:00 Heflun

10:40:00 11:17:00 5 14 ára og yngri B framhald

11:17:00 12:20:00 10 10 ára og yngri A

Verðlaunaafhending 10B, 14B, 15B drengir og 10A

Laugardagskvöld

17:15:00 18:06:00 7 12 ára og yngri A

18:07:00 20:06:00 8 Novice

19:12:00 19:27:00 Heflun

19:27:00 20:07:00 5 Novice framhald

20:07:00 20:48:30 5 Junior

20:50:00 21:11:30 2 Senior

Verðlaunaafhending 12A, Novice, Junior og Senior

2.3.2008 Sunnudagsmorgunn

08:00:00 08:31:00 6 8 ára og yngri B og 9B drengir

08:31:00 08:52:50 3 8 ára og yngri A

08:52:00 10:07:00 12 12 ára og yngri B

10:07:00 10:22:00 Heflun

10:18:00 11:36:00 12 12 ára og yngri B framhald

11:36:00 12:45:00 10 15 ára og eldri B

Verðlaunaafhending 8B,9B drengir, 8A, 12B og 15B

 

Íslandsmótið - munið að greiða þátttökugjaldið í síðasta lagi föstudaginn 29. febrúar

Eindagi vegna greiðslu þátttökugjalds á Íslandsmótinu er 29. febrúar.

Aukaæfingatími fyrir BU-mótið!

Í dag fimmtudaginn 28. febrúar verður aukaæfing fyrir þá iðkendur sem munu keppa á Barna- og unglingamótinu um helgina. Iðkendur mega mæta milli 19 og 21 og geta farið yfir prógröm með tónlist og/eða rennt yfir það helsta. Kv. Helga Margrét

Íslandsmótið í krullu - Mammútar öruggir í úrslitin?

Mammútar sigruðu í uppgjöri toppliðanna. Þriggja stiga forysta í undankeppni Íslandsmótsins.

Síðbúin jólahokkímynd

Það er áralangur siður hjá félagsmönnum Skautafélags Akureyrar að spila hokkí á aðfangadag.  Síðasti aðfangadagur var þar engin undantekning.  Þarna ríkir venjulega mikill jólaandi og þarna koma menn saman sem jafnvel hafa ekki spilað saman lengi, þ.e. brottfluttir og jafnvel menn sem eru hættir að spila reglulega.  Á meðfylgjandi mynd má sjá ýmsa kynlega kvisti, t.a.m. var frekar óhollt að hafa svona marga markmenn á ísnum á sama tíma - Ómar og Mike voru í markinu en svo voru Biggi, Sæmi og Ævar frammi.  Þarna má svo einnig sjá Elvar Jónsteinsson sem er alveg hættur að þora að skauta sökum gigtverkja og aukakílóa, Clark McCormick sem kominn er á ellilaun og Héðinn Björnsson sem skipt hefur hokkíkylfunni út fyrir göngugrind og gangráð.