Góður sigur SA í 2. flokki
Rétt í þessu var að ljúka leik SA og Bjarnarins í 2. flokki hér í Skautahöllinni. Leikurinn var jafn og spennandi alveg frá upphafi og lengst framan af. Fyrsta mark leiksins átti Björninn og kom það um miðja 1. lotu og var heldur klaufalegt. Eftir uppkast í okkar svæði fór pökkurinn langt upp í loft og sveif í háum boga í átt að markinu þar sem Ómar Smári Skúlason bjó sig undir að grípa auðveldan pökk. Svo fór þó ekki og pökkurinn skoppaði úr hanskanum, aftur fyrir Ómar og yfir marklínuna..