Fyrri leiknum var að ljúka

SA lagði Björninn   með 14 mörkum gegn 7 eftir heldur brokkgenga byrjun.

Mikið um að vera í Egilshöll um helgina

Á föstudagskvöldið munu meistaraflokkur Bjarnarins og SA spila fyrri leik sinn þessa helgi og á sunnudaginn kl. 15,00 seinni leikinn og verður hann sýndur beint í sjónvarpi allra landsmanna, RÚV. Allir stuðningsmenn og konur eru nú hvött til að mæta og hvetja sína menn því án efa verða þetta baráttuleikir því þó SAmenn séu búnir að tryggja sigur sinn í deildinni og þar af leiðandi þáttöku í Úrslitakeppninni þá þurfa Bjarnarmenn að bíta í skjaldarrendur og fara að hala inn stig ef þeir ætla sér í úrslit, sem þeir örugglega ætla og enn eru nógu mörg stig í pottinum til að það sé hægt. Einnig mun 4.fl. SA leggjast í langferð á morgun í Egilshöll til þáttöku í öðrumhluta íslandsmótsins í 4.fl. sem líka er haldið þessa helgi.   ÁFRAM SA .......................

Íslandsmótið í krullu: Öll liðin komin með stig

Mammútar efstir með þrjá sigra. Mammútar og Skytturnar með fullt hús.

Loksins Loksins!

Nú eru komnar inn nokkrar myndir frá minningarmótinu um Magnús Finnsson sem haldið var 18 janúar.

Myndasafn hér.

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Fjórir leikir fara fram í Íslandsmótinu í krullu í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. febrúar:

 

Rockstar Curling - raunveruleikaþáttur með Springsteen og Bon Jovi?

Frægir tónlistarmenn grípa í kústinn sér til gamans. Sögusagnir um krullu-raunveruleikaþátt í Bandaríkjunum

Karlalandsliðið valið í dag

Hann Denni hefur nú tilkynnt liðið sem keppa mun í Ástralíu á vordögum.  Frá SA eru Birkir Árnason, Björn Már Jakobsson, Jón Gíslason, Ingvar Þór Jónsson, Ómar Smári Skúlason og nýliðarnir tveir Steinar Grettisson og Orri Blöndal.  Vert er að minnast sérstaklega á árangur Ómars Smára því hann er nú valinn fyrstur inn í liðið eftir frækilega frammistöðu í vetur. 

Íslandsmótið í krullu: Þrjú lið jöfn á toppnum

Mammútar, Kústarnir og Skytturnar eru efst á Íslandsmótinu í krullu með fjögur stig.

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Íslandsmótið heldur áfram í kvöld, mánudagskvöldið 11. febrúar.

 

Mike markverja

Undanfarnar vikur hefur hefur kynlegur kvistur sést á kreiki í skautahöllinni.  Þar er á ferðinni Michael Boudreau sem er Kanadamaður hefur búið hér á landi í vetur og unnið við smíðar.  Hann er markmaður og hokkífíkill eins og svo margir aðrir og hann hefur slegist í lið með okkur og tekur þátt í starfinu af miklum krafti.  Hann mætir á allar æfingar, fer í markið ef vantar markmann en spilar annars úti bæði í meistarafloki og old boys.