23.01.2008
Átta liða úrslit Bikarmóts Krulludeildar fara fram í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. janúar.
22.01.2008
Um helgina fær meistaraflokkur S.A. Björninn í heimsókn til að spila 2 leiki.
22.01.2008
Halló! Skautapeysurnar eru komnar í hús. Endilega hafið samband við Allý í síma 8955804 um afhendingu.
22.01.2008
Nokkrar breytingar hafa orðið undanfarið á Dagskrá vetrarins meðal annars vegna þess að ÍHÍ hefur verið að vinna að útbreiðslumálum íþróttarinnar og hefur með harðfylgi tekist að koma nokkrum leikjum í beina útsendingu í sjónvarp, sem er aðal ástæða breytinganna.
Skoða má uppfærða dagskrá á ÍHÍ vefnum með því að smella hér. Dagskráin hér á síðunni verður svo uppfærð fljótlega.
21.01.2008
Fálkar og Kústarnir úr leik í Bikarmótinu. Gísli setti á punktinn í skotkeppninni. Átta liða úrslit miðvikudagskvöldið 23. janúar.
21.01.2008
Nýverið var Audrey Freyja Clarke valin Skautakona ársins 2007 af Skautasambandi Íslands. Audrey hefur notið þessa titils síðustu árin fyrir frábæran árangur bæði á mótum hér heima og einnig erlendis, hún hefur unnið gott starf í þágu íþróttarinnar t.a.m. verið andlit okkar út á við og átt stóran þátt í auknum áhuga almennings á skautaíþróttinni. Audrey Freyja hefur verið Íslandsmeistari í listhlaupi í Novice flokki 2001 og í junior flokki 2002, 2003, 2004, 2005 og 2007 og nú um síðustu helgi varð hún krýnd Íslandsmeistari í Senior flokki sem er jafnframt elsti flokkur sem keppt er í. Einnig var Audrey valin Íþróttamaður Skautafélags Akureyrar og var í kjölfarið af því í 3. sæti í vali á Íþróttamanni Akureyrar. Við óskum henni hjartanlega til hamingju með þennan árangur!
21.01.2008
Um helgina fóru 10 iðkendur á Vetrar- og Íslandsmeistaramót sem haldið var í Egilshöll. SA stelpur stóðu sig vel að vanda og óskum við þeim öllum innilega til hamingju með frábæran árangur. Undir lesa meira má sjá úrslit.
21.01.2008
Allir sem kepptu á Vetrarmóti og Íslandsmeistaramótinu um helgina fá frí í dag og mæta á æfingu aftur á miðvikudag á venjulegum tíma.
18.01.2008
Engar æfingar verða hjá hokkí á laugardagsmorgun, 19. janúar