Krulluvefurinn færður
Krulluvefurinn www.curling.is, heimasíða Krulludeildar SA, hefur nú verið færður undir vef Skautafélagsins hér á www.sasport.is. Megnið af efni vefsins eins og hann var áður hefur verið fært yfir á nýju síðuna en það sem eftir stendur, meðal annars mikið safn mynda, úrslit nokkurra móta og ef til vill eitthvað fleira smálegt, verður fært yfir á næstu dögum og vikum.