Hópmyndatökur miðvikudaginn 14. og föstudaginn 16.nóv.

Ég vil minna 1.hóp á hópmyndatökuna sem verður á morgun miðvikudag á æfinga tíma. Muna að koma með skautakjól eða annað sem þið viljið vera í á myndunum. 

Einnig vil ég minna alla hópa í 2.hóp á myndatökuna sem er föstudaginn 16. nóvember einnig á æfingartíma.

Að lokum vil ég minna foreldra/forráðamenn að kíkja í skautatöskuna eftir hverja æfingu næstu vikur því nú fara að koma heim miðar vegna andlitsmyndatöku. Hún fer fram í íþróttahöllinni og er gengið inn vinstra megin við höllina gegnt Þórunnarstræti.

Kveðja Kristín K

Frá stjórn foreldrafélags v/Brynjumóts

Foreldrafélag SA .      Fréttabréf .    Kæru iðkendur og foreldrar.....................................

Brynjumót um næstu helgi

Nú er Brynjumótið um næstu helgi og búið er að setja saman dagskrá, sem skoða má hér, miðað við þær forsendur sem gefnar hafa verið.  Dagskráin er gefin út með eðlilegum fyrirvara um villur og breittar forsendur.  Á laugardagskvöldinu er svo leikur í Mfl. karla á milli SA og SR.

Keppnisgjöld

Það eru enn margir sem eiga eftir að greiða keppnisgjaldið fyrir mótið sem er núna í lok nóvember. Vinsamlegast gerið skil sem fyrst :-) og látið vita ef einhverjir ætla ekki að taka þátt.

þegar greiða á keppnisgjöld er best að greiða þau inn á reikning listhlaupadeildar 0162-05-268545 kt: 510200-3060. Setja nafn iðkanda sem skýringu. það kemur í veg fyrir að mistök verði, s.s. að fólk sé rukkað um ógreidd gjöld. 

Opinn tími á miðvikudag

Miðvikudaginn 14. nóvember er opinn tími hjá Listhlaupadeild frá 16:30-17:30. Þá er hægt að koma og borga fötin fyrir þá sem eiga það eftir og einnig að sækja perur til að selja.

Iðkendalisti 2007-8

Iðkendalisti Listhlaupadeildar 2007-8. Ef einhver nöfn vantar þá vinsamlega hafið samband annagj@simnet.is

 

Leikir gærkvöldsins

Í gærkvöldi voru spilaðir tveir leikir hér í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrri leikurinn var á milli Mfl. kvenna SA - Björninn og endaði hann með sigri SA kvenna 18 - 2.  Seinni leikurinn var á milli SA og Bjarnarins í 2.flokki, en sá leikur náði ekki fullri lengd því Bjarnarliðið yfirgaf leikvanginn á 55. mínútu leiksins en þá var staðan 8 - 3 fyrir SA.

Opinn tími og fleira

Opinn timi á miðvikudaginn 14. nóvember frá kl. 16:30 - 17:30. Þá er hægt að að koma og sækja perur til að selja.  Einnig er hægt að koma með skautakjóla og selja ef fólk vill.   Merkja þá með nafni og símanúmeri ef þeir eru skildir eftir hjá okkur.

Minnum einnig á dansinn. Síðasti skráningardagur 12. nóvember.

 Edea skautar nr.235 eru til sölu. Lítið notaðir. Upplýsingar gefur Allý í síma 895-5804

Dans og keppnisgjöld

Við viljum minna á skráninguna í dansinn. 6 vikna námskeið (1* í viku) fyrir ca3800-4000 krónur. Skráning á krikri@akmennt.is

Minnum einnig á að greiða keppnisgjöldin fyrir haust og bikarmótið 23.-25. nóvember.

Fréttabréf nóvember

Hér er að finna fréttabréf Listhlaupadeildar SA í nóvember. Við reynum með jöfnu milli bili að senda út fréttabréf frá þjálfurum og stjórn.