Foreldrafélagið

Í dag 10. október 2007 á aðalfundi foreldrafélagsins var kosin ný stjórn.

Bolta- og pallatími á Bjargi (Fit Pílates)

Við viljum minna iðkendur 4. 5. og 6. hóps sem fæddir eru 1996 og fyrr á tímann á Bjargi á morgun milli 19:30 og 20:30. Munið að mæta með 3000 kr. kl. 19:15 og afhenda Allý sem verður í anddyri að taka við skráningum. Þetta verð miðast við námskeiðið fram að áramótum. Við minnum svo líka þá iðkendur sem eru 14 ára og eldri á að ykkur stendur til boða að kaupa mánaðarkort á Bjargi gegn vægu gjaldi (Helga gefur upplýsingar varðandi verð).

Dagskrá Haustmóts í Egilshöll 19.-21. október

Undir lesa meira er dagskrá Haustmóts sem haldið verður í Egilshöll dagana 19.-21. október (birt með fyrirvara um breytingar). Á því móti munu eftirtaldir keppnisflokkar keppa: Senior, Junior, Novice, 12 ára og yngri A, 10 ára og yngri A, 8 ára og yngri A, 12 ára og yngri B, 10 ára og yngri B og 8 ára og yngri B.

Dagskrá og keppnisröð Sparisjóðsmóts

Dagskrá Sparisjóðsmóts sem haldið verður nk. sunnudag milli 8 og 13 verður birt á föstudag. Fylgist vel með! Á Sparisjóðmótinu keppa allir iðkendur A og B keppnisflokka.

Dregið í keppnisröð

Föstudaginn 12. október kl: 19:00 verður dregið í keppnisröð fyrir Sparisjóðsmótið. Einnig þarf að vera búið að greiða keppnisgjöldin krónur 1500 fyrir þann tíma.

Bikarmót ÍSS

Þeir sem eru að fara að keppa á Bikarmótinu helgina 19-20 október eiga að vera búnir að greiða keppnisgjöldin í síðasta lagi 16. október. Gjaldið fyrir 1 dans er 2500 kr. og fyrir 2 dansa  4000 kr. Einnig er foreldrafundur á mánudagskvöldið 15. okt. með foreldrum þeirra barna sem eru að fara á Bikarmótið. Áríðandi að allir mæti.

Byrjandaflokkur og 7 flokkur.

Æfingar falla niður sunnudaginn 14 okt vegna móts hjá listhlaupadeild.

Keppnisgjöld

Keppnisgjöld fyrir Sparisjóðsmótið er 1500 krónur og greiðist í síðasta lagi á föstudag 12/10 Reikningsnúmer  0162-05-268545, Kennitala 510200-3060. Látið nafn keppanda fylgja með.

Bolta Pílates og pallatími

Sl. sunnudag var frábær mæting í prufutíma í bolta pílates. Eins og áður segir verða tímarnir á fimmtudögum milli 19:30 og 20:30 í vetur, þetta verða blandaðir tímar af bolta pílates og pallatímum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í vetur skulu mæta 19:15 á Bjarg á fimmtudaginn 11. október (næsta fimmtudag) með 3000 kr. og skrá sig í anddyrinu hjá Allý, þetta verð miðast við tíma fram að áramótum, eftir áramót verður aftur skráning. Ef þið viljið vera með en af einhverjum ástæðum komist ekki í fyrsta tímann þá getið þið haft samband við Helgu þjálfara í síma 8214258 eða í emaili á helgamargretclarke@gmail.com.

 

Örlitlar breytingar á æfingatíma á morgun!

Á morgun þarf að breyta heflunartíma og þar með breytist æfingatími hjá 4. hóp. Æfingin hjá 4. hóp verður því milli 17:10 og 17:55! Æfingar hjá öðrum hópum haldast óbreyttar! Þessi breyting á bara við um morgundaginn ekki næsta miðvikudag!