Iðkendagjöld

Ef einhverjir hafa fengið reikninga fyrir gjöldum og eru búnir að gera aðrar ráðstafanir eða barnið er hætt að æfa þá endilega hafið samband svo hægt sé að leiðrétta málin. Anna Guðrún 849-2468 EFTIR kl: 16:30

Afístímar á fimmtudag og föstudag!

Hólmfríður sem er með afístímana á Bjargi verður fjarverandi næsta fimmtudag 22.11. og þar af leiðandi fellur sá tími niður.

Vegna Bikar- og Haustmóts um næstu helgi falla allir afístímar hjá 5. og 6. hópi niður hjá Söruh Smiley föstudaginn 23.11. en 4. hópur mætir á venjulegum tíma í afís þar sem sá flokkur keppir ekki um helgina.

Úrslit gærkvöldsins

SRingar höfðu sigur á SAmönnum í leik gærkvöldsins með 6 mörkum gegn 3.  Nánar hér .

Danstímar

Dansinn byrjar laugardaginn 1. desember, tími verður nánar augl. síðar.

kveðja stjórnin

Hóp- og einstaklingsmyndatökur

Við viljum minna börn í 2. hópi að í dag á æfingu verður hópmyndataka, munið að mæta í snyrtilegum klæðnaði og ef þið eigið jólahúfu megið þið taka hana með.

Á miðvikudaginn fengu nokkrir iðkendur í 3. 4. 5. og 6. hópi miða með sér heim með tímasetningu á einstaklingsmyndatöku sem fram fer á morgun. Aðrir iðkendur sem ekki fengu miða þá fá miða með sér heim bráðlega. Fylgist vel með!

Tímatafla Bikar- og Haustmóts 2007

Hér má sjá tímatöflu Bikarmóts og Haustmóts 2007. Tímataflan er birt með fyrirvara um breytingar.

Foreldrafélagið

Orðsending frá foreldrafélaginu til foreldra iðkenda hjá Listhlaupadeild.

LiðsSkipanin á Brynjumótinu

Hér fyrir neðan er nafnalisti SA eftir flokkum og liðum frá Denna, ef einhvern vantar þarna inn eða ef þið sjáið einhverjar villur þá látið hann vita í denni43@simnet.is   >>>>

Æfingar falla niður

Æfingar á laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun falla niður um næstu helgi (17. og 18. nóv.) vegna Brynjumóts í hokkí. Æfingar verða óbreyttar á sunnudagskvöldið hjá 4. 5. og 6. hóp.

Meistaraflokkur S.A. vs S.R.

Laugardaginn 17 nóv. mun S.A. fá S.r. í heimsókn. S.A. menn hafa verið að æfa stíft fyrir þennan leik og ætla sér ekkert annað en gjörsigur í þessum leik.