Yngsti markaskorari helgarinnar
14.01.2008
Um helgina spilaði SA tvo leiki við Narfamenn hér í Skautahöllinni á Akureyri. Leikmenn SA voru heldur færri á leikskýrslu að þessu sinni þar sem 10 leikmenn voru fjarverandi m.a. vegna U18 æfingabúða og meiðsla. Það var því ágætis ástæða til að leyfa yngri leikmönnum að spila sem og þeim sem minna höfðu fengið að spreyta sig í vetur.