IHI Fréttir
IHI hefur ráðið aðstoðarþjálfara fyrir A-landsliðið. Sá sem var fyrir valinu er Richard Eiríkur Tahtinen. Rikki einsog hann er kallaður er væntanlegur til lands í næstu viku þar sem hann tekur þátt í æfingabúðum A-landsliðsins.
IHI hefur ráðið aðstoðarþjálfara fyrir A-landsliðið. Sá sem var fyrir valinu er Richard Eiríkur Tahtinen. Rikki einsog hann er kallaður er væntanlegur til lands í næstu viku þar sem hann tekur þátt í æfingabúðum A-landsliðsins.
Vegna fyrirhugðaðrar hópferðar til Reykjavíkur á NM 8.-10 febrúar, verður haldinn fundur í Skautahöllinni fimmtudaginn 31. janúar kl:18:00 áríðandi er að allir sem hafa hug á því að fara í ferðina mæti. Að sjálfsögðu hvetjum við alla iðkendur til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að bera augum skautara á heimsmælikvarða á Íslandi.
Á fundinum á að sjá endanlegan heildarfjölda þeirra sem vilja fara í hópferð á mótið, þá verður hægt að sjá hvernig einfaldast er að fara í ferðina, hver endanlegur kostnaður verður, hvenær brottför og heimkoma er áætluð o.s.frv.
Á fundinum á einnig að borga miðann inn á mótið: 2.000 kr fyrir fullorðna og 1.000 fyrir yngri en 16. ára. Þannig að endilega mætið með peninga fyrir því. Athugið að deildin hefur einungis tryggt sér 25 miða inn á mótið, þannig að framboðið er takmarkað.
Sendið póst á hildajana@gmail.com sé nánari upplýsinga óskað. Sjáumst hress.
Fjórða Bikarmóti Krulludeildar lýkur með úrslitaleik miðvikudagskvöldið 30. janúar. Bikarmótið var fyrst haldið 2004. Nú er keppt um bikar sem gefinn var til minningar um Magnús E. Finnsson.
Á miðvikudaginn 6. febrúar er Öskudagsball fyrir 1. og 2. hóp á æfingatíma. Foreldrar, systkini og vinir eru velkomnir með á ísinn og geta fengið lánaða skauta í höllinni að kostnaðarlausu. Við viljum þó benda á að afístíminn fellur niður þann dag. Iðkendur annarra flokka koma að sjálfsögðu líka í búningum og verða æfingar hjá þeim á venjulegum tíma. Hlökkum til að sjá alla.
Iðkendur og foreldrar athugið
Nú er hafin okkar árlega nammipökkun og vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært að hjálpa til (líka foreldrar)þar sem þetta er okkar aðal fjáröflun fyrir félagið. Við munum líklega skipta þessu eitthvað á milli hópanna þannig að einn hópur sé í einu að pakka. Einnig vantar okkur hrausta foreldra til þess að keyra út í fyrirtækin.
Á næsta þriðjudag munum við óska eftir hjálp frá börnum í 3ja hóp (send sms). Við munum líklega ekki byðja 1og 2 hóp en ef það eru einhverjir sem vilja fá að vera með í þessum hópum þá endilega hringja í Allý s:895-5804 eða Kristínu s:864-4639.
kveðja Allý og Kristín
Gaman að segja frá því að Grikkir eru aftur komnir með lið, og munu keppa um laust sæti á HM í þriðjudeild sem haldið verður í Luxemborg. Liðin sem þeir keppa við um laust sæti eru Bosnia og Armenia. Hér er linkur á "rosterinn" hjá þeim. Athygli vekur að það eru ekkert rosalega margir leikmenn liðsins fæddir í Grikklandi. hmmm.........