04.01.2008
Íslandsmótið í 2.flokki. SA tekur á móti SRingum í kvöld kl.22,00 hér í Skautahöllini á Akureyri og svo aftur á morgun laugardag kl.18,00. Leikir annarsflokks liðanna eru ekki síðri skemmtun en mfl. leikir, oft mikill hraði og leikgleði. Hvetjum alla stuðningsmenn til að mæta og njóta. ÁFRAM SA ............................
03.01.2008
Krulluvefurinn hefur endurfæðst og Krulludeildin hefur fengið sér glæsilegt merki.
03.01.2008
Á morgun föstudaginn 4. janúar hefst aftur afís hjá Söruh Smiley. Það hafa orðið örlitlar breytingar á æfingatímum. Sjá lesa meira!
03.01.2008
Tveir frestaðir leikir úr 2. og 3. umferð Akureyrarmótsins voru leiknir í kvöld. Öll liðin eiga nú þrjá leiki eftir og munar aðeins fjórum stigum á efsta og neðsta liði.
02.01.2008
9. umferð - mánudaginn 14. janúar - lokaumferð og verðlaunaafhending
Braut 2: Skytturnar - Garpar
Braut 3: Víkingar - Mammútar
Braut 4: Bragðarefir - Riddarar
Braut 5: Svarta gengið - Norðan 12
Braut 6: Kústarnir - Fífurnar
02.01.2008
Aukatímar hjá 4. 5. og 6. hóp
Aukatímar verða hjá 4. 5. og 6. hóp á morgun fimmtudaginn 3. janúar.
Ístímar:
6. hópur kl. 9-10
5. hópur kl. 10-11
4. hópur kl. 11-11:45
Afístímar (sama dag)
6. hópur kl. 12-12:45
5. hópur kl 12:45-13:30
4. hópur kl. 13:30-14:15
02.01.2008
Næstu 10 dagana verður hjá okkur gestaþjálfari, Sanna Maija Wiksten. Hún kemur frá Finnlandi og vinnur sem þjálfari þar. Hún kom sl. sumar til okkar og þjálfaði í æfingabúðunum sem við héldum þá. Við vorum svo heppin að fá hana aftur til okkar og mun hún bjóða öllum iðkendum í 3. - 6. hóp upp á einkatíma (kennslutími sem byggir á að iðkandi er einn með þjálfara í 15 eða 30 mín.). Hún mun einnig koma inn í nokkra hóptíma og kynna nýjar og ferskar aðferðir. Þeir sem áhuga hafa á einkatímum hjá Sönnu skulu ræða við hana niður í höll á æfingatímum, mjög gott væri ef foreldrar gætu rætt við hana ásamt iðkanda. Hún býður 15 mínútur á 700 kr. og 30 mín. á 1400. Ég hvet alla sem áhuga hafa á einkatímum að nýta sér þetta tækifæri, en að sjálfsögðu er hverjum og einu frjálst að nýta sér það.
Kær kveðja,
Helga Margrét yfirþjálfari
01.01.2008
Á morgun miðvikudaginn 2. janúar hefjast æfingar aftur að loknu jólafríi hjá öllum flokkum listhlaupadeildar! Það verða þó örlitlar tilfæringar á æfingatímum fyrstu 8-10 dagana þar sem við fáum til okkar gestaþjálfara frá Finnlandi eða hana Sönnu Maiju Wiksten. Iðkendur fá með sér bréf heim ef breytingar verða og einnig koma allar upplýsingar inn á heimasíðuna. Hlökkum til að sjá ykkur aftur!
01.01.2008
Miðvikudagskvöldið 2. janúar fara fram tveir frestaðir leikir í Akureyrarmótinu 2007:
Braut 2: Skytturnar - Svarta gengið
Braut 3: Garpar - Mammútar