Björninn vs Narfi

Fyrsti leikur íshokkí tímabilsins var í gær

Hver man ekki eftir Kenny

Fjölmargir erlendir leikmenn hafa komið við sögu í íslensku deildinni á síðustu árum, misjafnlega eftirminnilegir.  Einn þeirra, Kenny Corp, sem spilaði með Skautafélagi Akureyrar á árunum 2000 - 2003 verður að teljast með þeim allra eftirminnilegustu karakterum okkur hefur sótt heim.

Meistaraflokkur

Síðustu 2 leikirnir á Aseta mótinu um helgina voru á móti Narfa. S.A. menn unnu báða leikina, þann fyrri 6-1 og þann seinni 7-0.

Anne Schelter námskeið

Eins og iðkendur 4., 5. og 6. hóps vita kemur Anne Schelter, frægasti sporakennari í skautaheiminum til okkar á miðvikudaginn. Anne Schelter kemur frá Kanada og er heimsfræg fyrir sporakennslukerfi sem hún bjó til og ber heitið Annie´s Edges. Iðkendur okkar ættu að kannast vel við það enda byggist sporakennsla hjá okkur á þessu kerfi. Anne Schelter mun kenna iðkendum í 4., 5. og 6. hópi (A og B keppendum) 2 tíma hér á Akureyri og er hópaskipting undir "lesa meira".  Tímataflan verður óbreytt fram að 17:10 (3. yngri og eldri og 1. og 2. hópur æfa skv. tímatöflu) en eftir það munu tímar með Anne Schelter taka við og eru nánari tímar undir "lesa meira".

Æfingar hefjast hjá 1. og 2. hópi

Við viljum minna á að æfingar hefjast hjá 1. og 2. hópi miðvikudaginn 12. september og er æfingin milli 16:30 og 17:10. Á æfingatímanum verður líka hægt að skrá nýja iðkendur, nálgast upplýsingar og greiða æfingagjöld. Hlökkum til að sjá alla!

Meistaraflokkur

S.A. tapaði báðum leikjum sýnum á ASETA bikarmótinu í gær. S.A. tapaði 3-2 fyrir Birninum eftir vítakeppni, Jón Gísla skoraði öll mörk S.A.. Seinni leikurinn var gegn S.R. og tapaðist hann 4-2. Mörk S.A. skoruðu Jón Gísla og Orri Blöndal. Mann ekla hefur sett strik í reikning í leik S.A. á mótinu, en ungu strákarnir Ingó,Binni,Andri og Árni Freyr hafa komið sterkir inn. Tveir leikir eru eftir á mótinu hjá S.A. og eru þeir báðir við NARFA. ÁFRAM SA!!!!!!

Æfingar falla niður hjá 3. og 4.fl. á morgun

Vegna ASETA-Mótsins og ritara og dómaranámskeiða sunnan heiða nú um helgina falla æfingar niður á morgun Laugardag.

Innritun

Innritun í Listhlaupadeild er í fullum gangi. Hægt er að innrita í opnum tímum í Skautahöllinni. Sjá Extra blaðið eða með því að senda póst á annagj@simnet.is. Þá þarf að gefa upp nafn og kennitölu iðkanda og forráðamanns, símanúmer, gms númer og heimilisfang. Kveðja Anna

Ávísanir frá Akureyrarbæ!

Þeir sem ætla að nýta sér ávísunirnar frá Akureyrarbæ upp í æfingagjöldin geta komið þeim inní skautahöll þegar yngri hóparnir koma á miðvikudaginn 12. september. Eða haft samband við Önnu í síma 849-2468 eftir kl:16:00. Þetta þarf að gera sem fyrst vegna útreikninga á æfingagjöldum. Kveðja Anna

Mikilvægar upplýsingar til foreldra iðkenda í 4.-6. hópi!

Í síðustu viku fengu allir iðkendur í 4., 5. og 6. hópi bréf heim með sér sem inniheldur mikilvægar upplýsingar til foreldra. Mjög mikilvægt er að allir foreldrar hafi fengið og lesið bréfið þar sem það inniheldur meðal annars upplýsingar varðandi keppnir, dansa og einkatíma. Ef einhver hefur ekki fengið bréf í síðustu viku þá hafið samband við Helgu yfirþjálfara í e-maili helgamargretclarke@gmail.com eða í síma 8214258.