Æfingatími

Æfingar eru hafnar hjá karlaflokki, kvennaflokki, og OLD-BOYS.

IIHF mót

Hér er hægt að sjá hvar landslið ísland mun keppa á næsta ári.

Kjólasala

Á sunnudaginn á meðan á innskánin fer fram geta þeir sem eiga kjóla og vilja selja þá komið með þá og sýnt þá. Ef þeir verða skildir eftir á meðan skráning stendur yfir þarf að merkja þá, hver sé eigandinn, verð og símanúmer. Þið sjáið sjálf um söluna.

Bikarmót-viðauki.

Leikreglur

http://ihi.is/?webID=1&i=2&a=read_artical&id=1587

Innritanir í Listhlaupadeild

Innritun í Listhlaupadeild er á sunnudaginn 26. ágúst frá kl:15:00-17:00 í félagsherberginu (uppi) í Skautahöllinni. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda upplýsingar á netfangið annagj@simnet.is  Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru: nafn og kennitala iðkanda og forráðamanns (greiðanda), heimilisfang, heimasími, gsm sími, vinnusími, netfang og hversu marga gírógreiðslur eiga að vera, mest 4 yfir veturinn. Einnig þarf að taka fram hvort nota eigi inneignarnóturnar frá Akureyrarbæ. Það er mjög nauðsynlegt að hafa allar upplýsingar sem réttastar og láta vita ef eitthvað breytist, barn hættir eða einhverjar breytingar eru t.d. á gsm símanúmerum, því það eru oft send sms ef einhverjar breytingar verða á æfingum og fleira. Nánari upplýsingar í síma 849-2468 Eftir kl:16:00. Með von um gott samstarf í vetur. Fyrir hönd Listhlaupadeildar Anna Guðrún  

Æfingar á miðvikudag

Á miðvikudaginn verða æfingar sem hér segir: 15:15-16 = 3. flokkur, 16-17 = 4. flokkur, 17:30-18:15 = opinn tími fyrir byrjendur og 1. og 2. hóp, 18:15-19:15 = M og 5. hópur.

Á fimmtudaginn verða engar æfingar en á föstudaginn er reiknað með að æfingar byrji skv. nýrri tímatöflu sem birt verður á heimsíðunni eins fljótt og hægt er. Það verða örlitlar breytingar með flokkakskiptingar og kemur flokkaskiptingin inn á heimsíðuna á næstu dögum, þangað til gildir sú gamla.

Æfingar á morgun

Á morgun verður opinn dagur hjá öllum iðkendum sem æfðu í flokkum M, 5., 4. og 3. síðasta vetur milli 15:30 og 17:30. á þessum tíma verður líka hægt að skrá sig í deildina. Milli 17:30 og 18:15 verður svo opinn tími fyrir iðkenur 1. og 2. hóps í fyrra og einnig fyrir nýja iðkendur eða þá sem vilja koma og prófa. Á mogrun verður svo birt tafla yfir frekari æfingar vikunnar.

Bikarmót

Einsog kemur fram á vef  ihi.is

Skautadiskó og skráningar

Skautadiskó 

Skautadiskó á föstudagskvöldið 17. ágúst.  

Einnig eru opnir tímar í næstu viku. sjá nánar.

Viðbót í hokki fjölskylduna.

Enn bætist í S.A. fjölskylduna.  Elmar Magnússon og frú eignuðust strák fyrir nokkrum dögum, og fyrir nokkrum klukkstundum síðan bættu svo Denni og Mimmi 3 stráknum í safnið hjá sér. Ljóst er að framtíðin hjá S.A. er björt og ekki langur tími þangað til við sjáum þessa litlu snillinga stíga sín fyrstu spor.....á ísnum :)