15.05.2007
Fyrirhugaðar eru æfingabúðir 23. júlí til 15. ágúst fyrir iðkendur SA í keppnisflokkum A, B og C!
Þeir keppnisflokkar eru: Junior, Novice, 12 ára og yngri A, 10 ára og yngri A, 8 ára og yngri A, 15 ára og eldri B, 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B, 10 ára og yngri B, 8 ára og yngri B, 15 ára og eldri C, 14 ára og yngri C, 12 ára og yngri C, 10 ára og yngri C og 8 ára og yngri C.
Æfingabúðirnar munu samanstanda af 2 ístímum á dag, 1 afístíma, fræðslu og vídeótímum. Kennt verður 6 daga vikunnar frá 9 - 15, frí á sunnudögum. Þjálfun á ís mun vera í höndum Helgu Margrétar og gestaþjálfara að utan. Þjálfun afís verður í höndum Helgu Margrétar og íslenskra gestaþjálfara. Gjald fyrir æfingabúðirnar verður á bilinu 40-50000 kr. en það skýrist fljótlega þegar þjálfaramál eru komin á hreint.
Mikilvægt er að þeir sem áhuga hafa skrái sig fyrir 1. júní!!
Skráning skal berast með tölvupósti á allyha@simnet.is en þar skal koma fram:
nafn barns:
kennitala:
heimilisfang:
heimasími:
aðstandandi/ur:
gsm:
e-mail:
Frekari upplýsingar berast fljótlega og er mikilvægt að fylgjast vel með heimasíðunni!
14.05.2007
Foreldrafélagið ákvað að leita tilboða í íþróttagalla fyrir alla iðkendur hokkídeildarinnar. Samningar hafa nú náðst og þeir sem vilja fá galla næsta haust þ.e. fyrir næsta tímabil eru beðnir að fara í Sportver á Glerátorgi og máta stærðir. Þau í Sportver ætla að vera okkur innanhandar og munu skrifa niður pöntun og stærð hvers iðkanda ALLA ÞESSA VIKU. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Maríu Stefánsdóttur í GSM 8614803 eða 6934957. Nú eru Allir hvattir til að eignast galla og sýna samstöðu í útliti og láta merki hokkídeildarinnar sjást sem víðast. kveðja....María Stefánsd.
10.05.2007
Á morgun verða æfingar sem hér segir: 3. og FG hópur (svellinu skipt í tvennt) milli 16 og 17, CDE hópur milli 17 og 18 og AB hópur milli 18 og 19. Þetta eru síðustu æfingar vetrarins! Munið svo eftir skautamaraþoninu um helgina!
10.05.2007
Foreldrar og iðkendur (keppendur í A, B, C) sem ætla að taka Þátt í marþoninu eru beðnir að koma í Skautahöllina og athuga hvernær iðkendur eru á svellinu. Einnig geta foreldrar þá skráð sig á vaktir.
Iðkendur í 1 og 2 hóp eru velkomnir á svellið á bilinu 11:00-14:00 á laugardaginn 12. maí. Það skal tekið fram að ekki er um kennslu að ræða heldur geta iðkendur skautað frjálst.
10.05.2007
Aðalfundur Listhlaupadeildar verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl: 16:00 í Félagsherberginu í Skautahöllinni. Vonumst til að sjá sem flesta. Kosið verður í stjórn deildarinnar. Ath. breyttan fundartíma, :-)
09.05.2007
Stefnt er að því að halda árshátíð Skautafélagsins...
08.05.2007
Halló!!! Það verður fundur miðvikudagskv. kl:20:00 - 21:00 vegna maraþons og tilvonandi æfingabúða.
07.05.2007
Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn þann 17. maí kl. 20:00 í Skautahöllinni. Fram fara venjuleg aðalfundarstörf.
Formaður félagsins hefur sent til formanna deildanna beiðni um að kannað verði hvort einhverjir hafi áhuga á að taka sæti í aðalstjórn félagsins. Reyndar er ekki alveg komið á hreint hverjir af núverandi stjórnarmönnum munu gefa kost á sér áfram en ljóst er að einhverjar breytingar verða. Talið er nauðsynlegt að hver deild eigi fulltrúa í aðalstjórninni, æskilegt að þar sitji tveir menn frá hverri deild. Auk þess er rétt að vekja athygli á breytingu sem tengist viðurkenningunni á SA sem fyrirmyndarfélagi ÍSÍ. Gerð er krafa um það í fyrirmyndarfélagi að hver deild sé með áheyrnarfulltrúa á aldrinum 16-25 ára í stjórn hjá sér.
06.05.2007
Hér getið þið séð æfingatíma næstu daga!
03.05.2007
Við viljum benda öllum á að fylgjast VEL með heimsíðunni næstu daga þar sem breytingar geta orðið með litlum fyrirvara. Það er talsverð aðsókn hópa á svellið og vegna þess getur þurft að breyta æfingatímum. Það er nóg að kíkja kvöldið áður til að vera viss!