SA ÚLPUR

Þeir sem eiga eftir að borga úlpurnar sínar eru beðnir um að hafa samband við Denna.

Lokahóf

Munið að láta vita hvort iðkendur mæta um helgina í lokahófið :-)

Árgjald SA

Eftirfarandi bréf var sent út til félagsmanna ásamt gíróseðli vegna árgjalda SA 2007.

Lokahóf

Um næstu helgi verðum við með lokahóf hjá Listhlaupafélaginu frammi í Hrafnagili. Þar verður farið í íþróttasalinn, sund á eftir og síðan verður pizzuveisla. Þetta er í boði foreldrafélags og stjórnar Listhlaupadeildar. Iðkendur verða að koma sér á staðinn og láta sækja sig. Um að gera að sameinast í bílana. Föstudaginn 27. apríl kl: 18:00 - ca 21:00  fara 5 og M hópur. Og sunnudaginn 29. apríl fara 4. 3. 2 og 1 hópur klukkan 13:00. 3 og 4 hópur verða saman í salnum og þá fara hinir hóparnir í sund og svo skipta þeir. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum sérstaklega ef þau ætla í sund. Pizzuveislan er um kl: 15:00. Það þarf að tilkynna þátttöku (upp á pizzukaupin), hringja eða senda sms til Allýar í síma 895-5804 eða Ingu í sími: 869-2406

Af ís á þriðjudaginn

Það gleymdist að setja inn á tímatöfluna afísinn fyrir FG hóp og CDE sem er á þriðjudögum!

SA-SR - fjórði leikur, atburðalýsing

Búið, úrslit:
SA-SR 3-4
Staðan í einvíginu: 2-2
Oddaleikur í Skautahöllinni í Laugardal á miðvikudag, ekki vitað um nákvæma tímasetningu - en vitað er að SR menn ætla sér að spila í hvítum búningum.


SA mörk og stoðsendingar
Tomas Fiala 2/0
Rúnar Rúnarsson 1/0
Jón Gíslason 0/2
Elvar Jónsteinsson 0/1
Brottvísanir: 24 mín.
Varin skot: 24

SR mörk/stoðsendingar
Gauti Þormóðsson 2/0
Mirek Krivanek 2/0
Egill Þormóðsson 0/1
Þórsteinn Björnsson 0/1
Brottvísanir: 24 mín
Varin skot: 32

Sætaferðir fyrir STUÐNINGSFÓLK, nú er nauðsyn á stuðningi þínum.

Jæja, ekki hafðist þetta í kvöld svo við þurfum að sækja bikarinn í höll SR-inga næsta miðvikudag. Ákveðið hefur verið að efna til sætaferða suður fyrir stuðningsfólk SA-drengjanna. Sannir stuðningsmenn og aðrir áhugasamir geta skráð sig hjá Vidda í síma 867-7464 eða Denna í 899-0043. Ekki hefur verið gefinn út tími á leikinn held ég en það er verið að athuga með það. LEIKURINN HEFST KL.18,00. Reikna má með að sætið kosti ca. 5000 báðarleiðir en það skýrist betur þegar ljóst verður hve margir munu fara.  ÁFRAM SA .....

Jæja, nú er skyldumæting í Skautahöllina á morgun kl.18,00

Nú er SA með forystu í úrslitakeppninni og þarf ekki að vinna nema 1 leik til að landa Bikarnum. Góðar líkur eru á að sá leikur verði á morgun Mánudaginn 23.apríl í Skautahöllinni hér á Akureyri. Þessir tveir sigrar sem komnir eru, voru sóttir í gryfju andstæðinganna. Síðustu 3 heimaleikir hafa ekki gengið upp sem skyldi, en eins og mátækið segir "allt er þegar þrennt er" svo nú er komið að langþráðum heimasigri. Eitt er víst að strákarnir munu legga allt í leikinn svo bóka má topp skemmtun. NÚ ER SKYLDUMÆTING FYRIR ALLA, LÍKA ÞIG, TIL AÐ HVETJA OG STYÐJA VIÐ SA-DRENGINA VIÐ AÐ NÁ BIKARNUM AFTUR NORÐUR ÞAR SEM HANN Á HEIMA. ÁFRAM SA .................................

SA í forystu

Nú er þremur leikjum lokið í úrslitakeppninni og spennan í hámarki.  Við unnum fyrsta leikinn í Reykjavík en töpuðum svo illa hér heima s.l. laugardag.  Staðan var því 1 – 1 fyrir þriðja leik úrslita sem háður var í gær í Höfuðborginni.  Það er skemmst frá því að segja að um algjör hlutverkaskipti var að ræða frá síðasta leik hér fyrir norðan, og nú vorum það við sem höfðum töglin og hagldirnar frá upphafi til enda.  Mörkin komu á færibandi í upphafi leiks og pökkurinn söng í netinu fyrir aftan Birgi Örn Sveinsson sem skipt var út með sólbrunninn hnakkann eftir 1. lotu.  Staðan var 5 – 0 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja en næsta lota var öllu jafnari og lauk með jafntefli 1 – 1.

Breyttar æfingar frá 23. apríl - 1. maí 2007

Frá og með miðvikudeginum 25. apríl verður Krullan með mót á ísnum, þar af leiðandi verða breyttar æfingar hjá ÖLLUM flokkum fram að vorsýningu.

Vegna Hokkímóts á morgun verða líka breyttir æfingatímar og er tímatafla yfir alla ís og af ís tíma hér undir "lesa meira".

Við biðjum alla um að vera duglega að fylgjast með heimsíðunni þar sem að tímataflan er birt með fyrirvara um breytingar. Ef eitthvað er óljóst má hringja í Helgu Margréti í síma 6996740 (ekki eftir 10 á kvöldin).

Á morgun 23. apríl fá allir iðkendur bréf um vorsýninguna með sér heim. Það bréf kemur inn á heimasíðuna á morgun fyrir þá sem ekki mættu.