Karfan er tóm.
Eftirfarandi bréf var sent út til félagsmanna ásamt gíróseðli vegna árgjalda SA 2007.
Búið, úrslit:
SA-SR 3-4
Staðan í einvíginu: 2-2
Oddaleikur í Skautahöllinni í Laugardal á miðvikudag, ekki vitað um nákvæma tímasetningu - en vitað er að SR menn ætla sér að spila í hvítum búningum.
SA mörk og stoðsendingar
Tomas Fiala 2/0
Rúnar Rúnarsson 1/0
Jón Gíslason 0/2
Elvar Jónsteinsson 0/1
Brottvísanir: 24 mín.
Varin skot: 24
SR mörk/stoðsendingar
Gauti Þormóðsson 2/0
Mirek Krivanek 2/0
Egill Þormóðsson 0/1
Þórsteinn Björnsson 0/1
Brottvísanir: 24 mín
Varin skot: 32
Nú er þremur leikjum lokið í úrslitakeppninni og spennan í hámarki. Við unnum fyrsta leikinn í Reykjavík en töpuðum svo illa hér heima s.l. laugardag. Staðan var því 1 – 1 fyrir þriðja leik úrslita sem háður var í gær í Höfuðborginni. Það er skemmst frá því að segja að um algjör hlutverkaskipti var að ræða frá síðasta leik hér fyrir norðan, og nú vorum það við sem höfðum töglin og hagldirnar frá upphafi til enda. Mörkin komu á færibandi í upphafi leiks og pökkurinn söng í netinu fyrir aftan Birgi Örn Sveinsson sem skipt var út með sólbrunninn hnakkann eftir 1. lotu. Staðan var 5 – 0 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja en næsta lota var öllu jafnari og lauk með jafntefli 1 – 1.