Skautapöntun

Allar skautapantanir eru nú í vinnslu. Eitthvað þurfti að panta frá framleiðanda en annað gæti farið að detta inn.
Vildi bara láta vita
kveðja Kristín K

Andlát

Garðar Jónasson er látinn

Hann Gæsi fæddist hér á Akureyri þann 6. desember 1952 og lést mánudaginn 16. júlí s.l. eftir skammvinn veikindi.  Gæsi bjó alla sína tíð í Aðalstræti 74 og hóf snemma að renna sér á skautum og var leikmaður í íshokkíliði Skautafélags Akureyrar frá ungaaldri.  Síðustu ár spilaði hann með “old boys” og var einn af okkar virkustu félagsmönnum.  Vinnustundir hans í þágu félagsins eru óteljandi,  bæði við uppbyggingu og viðhald félagssvæðis og aðstöðu sem og vinnu við almennt félagsstarf.  Hann var vinur okkar og félagi, Innbæingur og heiðursmaður.  Móður hans sem og öðrum ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð.

Útför hans fer fram föstudaginn 27. júlí n.k. kl. 13:30 frá Akureyrarkirkju.

Myndir U18

Ég var að skoða mig um á netinu og rakst á síðu sem hafði myndir af U18 landsliðinu í Kína. Endilega skoðið þær...

 

Skautaskóli

Krakkar athugið!

Skautaskóli fyrir börn fædd árið 2003 og fyrr. Verður dagana 8, 10, 13, 15 og 17. Ágúst frá  kl:15:00-16:30. Frábært tækifæri fyrir hressa krakka að leika sér á skautum að sumri til! Góð hreyfing, skemmtilegir leikir og góð þjálfun á skautum.  Verð 5.500. krónur. Innritunarupplýsingar. Allý Halla allyha@simnet.is s:895-5804.

Hlökkum til að sjá sem flesta, stráka og stelpur.

 

Stjórn Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar.

Tímatafla æfingabúða

Hér í neðst í valmyndinni til vinstri er tímatafla æfingabúða. Allir þátttakendur fá síðan tímatöfluna afhenta útprentaða 24. júlí þegar þeir mæta fyrsta daginn á ísinn.

Fystu 3 dagana, 24., 25. og 26. júlí verða stuttir dagar (sjá tímatöflu fyrir þessa 3 fyrstu daga í frétt hér fyrir neðan) og ekki nauðsynlegt að koma með nesti. Frá 27. júlí - 5. ágúst meðan börnin frá Nottingham verða í heimsókn hjá okkur verður boðið upp á léttan hádegisverð (súpu, jógúrt, skyr og brauð) að kostnaðarlausu en að sjálfsögðu er öllum frjálst að koma með nesti ef þeir kjósa það frekar. Frá 7. ágúst til 17. ágúst verður ekki boðið upp á hádegisverð og börn beðin um að koma með hollt og næringarríkt nesti. 

Allir verða að muna að mæta a.m.k. 30 mínútum áður en æfingabúðirnar byrja hvern dag.

Munið að mæta ALLTAF í viðeigandi íþróttaklæðnaði á allar æfingar, með bæði föt til að vera á ís og af-ís, góða íþróttaskó, sippuband og vatnsbrúsa.

Mikilvægt er að fara alltaf eftir fyrirmælum þess sem þjálfar, bæði á ís og afís og vera kurteis og sýna íþróttamannslega framkomu í einu og öllu.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Helgu Margréti í e-mail helgamargretclarke@gmail.com

S.A.

SA strákar í íshokkískóla í Kanada

 

Ný aðalstjórn

Á aðalfundi Skautafélags Akureyrar sem haldinn var 17. maí s.l. var kosin ný stjórn.  Stjórnina skipa eftirtaldir aðilar;

Ólafur Hreinsson – formaður
Ólöf Sigurðardóttir – varaformaður
Dröfn Áslaugsdóttir – gjaldkeri
Sigurður Sigurðsson – ritari
Davíð Valsson – meðstjórnandi
Brynjólfur Magnússon – meðstjórnandi
Helga Margrét Clarke - meðstjórnandi

Stjórnin hefur nú hafið störf því nú styttist óðum í  upphaf nýs tímabils en æfingar munu hefjast hjá Listhlaupadeild þann 24. júlí n.k.

Æfingabúðir

Sjá "lesa meira"

Síðasti skautapöntunardagurinn

Síðasti skautapöntunardagurinn verður miðvikudaginn næsta 11. júlí kl. 19:30. Það er mikilvægt að þeir sem þurfa nýja skauta eða vilja fá ráð í sambandi við skautana mæti því Helga fer erlendis 16. júlí og kemur ekki til landsins fyrr en daginn áður en skautaæfingabúðirnar verða.

Narfi.is

Narfi frá Hrísey hefur opnað nýja heimasíðu.