Æfingar á föstudag og um helgina

Sjá "lesa meira"

Maraþon og æfingabúðir

Við hjá Listhlaupadeild  Skautafélags Akureyrar í samvinnu við Helgu þjálfara stefnum að því að hafa skautabúðir í lok júlí og 2 vikur í ágúst. Til að ná niður kostnaði þá ætlum við að fara í ýmsa fjáröflun, þar á meðal skautamaraþon. Við héldum fund með foreldrum í Skautahöllinni í kvöld og þar voru málin rædd.

Stjórn Listhlaupadeildar

Halló, halló! Okkur hjá Listhlaupadeildinni vantar a.m.k. 2 menn í stjórn fyrir næsta vetur. Hafið samband við Önnu Guðrúnu í síma 849-2468 eftir 16:30 á daginn. (Ekki eftir 22:00)

Æfingar næstu daga hjá 3. hóp og ABCDEFG!

Á morgun verða æfingar sem hér segir:

15:15-16=3. hópur ís

16-17=FG hópur ís

17-18=Fundur fyrir þá sem eru að fara suður á ÍSS námskeiðið um næstu helgi (Audrey, Sigrún, Ingibjörg, Telma, Helga, Urður, Birta, Elva Hrund, Guðrún B og Hrafnhildur Ósk)

18:30-19:15=AB ís

19:15-20=CDE ís

 

Æfingar á fimmtudag

15:15-16= 3. hópur

16-17=FG hópur / skautarar sem fara á námskeið ÍSS um helgina (hálft svell)

17-18=CDE

18-19=AB

Skautaæfingabúðir. Skautamaraþon

Hér með er boðað til fundar með foreldrum iðkenda í keppnishópum A, B og C í Listhlaupi á Skautum. Fundurinn verður í Skautahöllinni á Akrureyri 2. maí nk. kl. 20:00.
Umræðuefni: Skautaæfingabúðir í Skautahöllinni á Akureyri í sumar. Skautamaraþon 11.-12. maí nk.
'Aríðandi að allir mæti.
Kveðja  Stjórnin.

Lokahófið hjá 3., 4., 5., 6. og 7. flokki

Vildi bara minna á lokahófið í dag hjá 3., 4., 5., 6. og 7. flokki
kl. 16-18 inn í skautahöll.
 Allir að koma með skauta, hjálma og kylfurnar sínar ;o).  Grill í lokin og stuð.
 Allir að mæta í síðasta skiptið fyrir sumarfrí og skemmta sér með vinum sínum.

Fundur!!!

Fundurinn miðvikudaginn 2. maí  er klukkan 18:00 vegna þess að það er annar fundur í salnum klukkan 20:00

SR krækti í íslandsmeistara titilinn

Í leiknum í gærkvöldi náðu SR-ingar að tryggja sér Titilinn í einhverjum skemmtilegasta og mest spennandi hokkíleik til langs tíma.  Við óskum þeim til hamingju. Lesa má nánar um leikinn á vef SR.

Lokahóf eldri flokka verður haldið í Skeifunni á laugardaginn kl.19,30

Á laugardaginn næsta þann 28. apríl verður lokahóf eldri flokka haldið með pompi og pragt í SKEIFUNNI kl. 19,30. í boði verður matur og skemmtiatriði, og auðvitað verða veittar viðurkenningar í mfl.karla, mfl.kvenna, og 2.flokki.  Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Verði verður stillt í hóf og upplýsist þegar nær dregur. Skorað er nú á alla velunnara og félagsmenn að mæta og fagna með hokkídeildinni frábærum vetri. Segja má held ég að starf deildarinnar í vetur undir stjórn Denna og Söru hafi skilað frábærum árangri í öllum flokkum s.s. mikil fjölgun iðkenda í yngstu flokkunum, 5. og 6.fl. ókrýndir meistarar, 4.fl. íslandsmeistari, 3.fl. silfurhafi, 2.fl. íslandsmeistari, kvenna fl. íslandsmeistari og mfl. karla silfurhafi eftir æsilega úrslitatörn sem gat farið á hvorn veginn sem er.      

Slúttið fyrir yngri flokka verður svo á mánudaginn 30. apríl á ís í Skautahöllinni  kl.16,00 til 18,00. Þar verða grillaðar pylsur, farið í þrautir og viðurkenningar veittar. Mætum nú öll og skemmtum okkur saman.        ÁFRAM SA ...........................