Páskafrí

Það er páskafrí (æfingafrí) þangað til þriðjudagsins 10. apríl hjá öllum flokkum nema meistaraflokki.

Engir leikir næsta laugardag

Á laugardaginn 7. apríl áttu að vera skv. dagskrá leikur í mfl. kvenna, en honum hefur verið frestað til föstudagsins 20. apríl kl.22,00 og einnig átti að vera leikur i 2.flokki SA-Björninn, en Bjarnarmenn hafa tilkynnt að þeir geti ekki mætt og hafa gefið leikinn.

5., 6. og 7.flokksmót í Egilshöll.

Um liðna helgi fóru yngstu hópar SA Fylktu liði til Reykjavíkur í Egilshöll í boði Bjarnarins á þriðja og síðasta barnamót vetrarins.

Áætluð heimkoma hokkíkrakka

Er á milli kl 19:30 og 20:00. Ef það breytist verður það sett strax inná síðuna.

Páskatímatafla birt með fyrirvara um breytingar

Þriðjudagur 3. apríl
    11-12 = 3. hópur og FG hópur
    12-13 = ABCDE

Miðvikudagur 4. apríl
    17:10-18 = CDE
    18-19 = AB
   
Fimmtudagur 5. apríl
    10-11= ABCDE hópur

Föstudagur 6. apríl
    FRÍ

Laugardagur 7. apríl
    FRÍ

Sunnudagur 8. apríl
    FRÍ

Mánudagur 9. apríl
    17:10-18:30 = ABCDE
    18:30-19:15 = 3. hópur og FG hópur

Vinamót 2007 - Tímasetningar

Dregið verður í keppnisröð laugardaginn 31. mars kl: 19.30 í félagsherbergi skautahallarinnar á Akureyri.

Mótið er sett 8:00 á Sunnudeginum 1. apríl og líkur kl: 13:10 með Pizzuveislu fyrir keppendur, starfsmenn móts, keppnisliða og þjálfara.

Kær kveðja

Stjórn SA

Æfingar falla niður

Allar æfingar falla niður á laugardag  og sunnudag.

2. flokkur

Á mánudaginn 2/4 færast æfingar hjá 2 hóp til kl: 17:00 og 5 hópur kl:18:00 og M hópur kl:19:00. Páskafrí hjá 1 og 2 hóp er til 11. apríl. Fylgist með á netinu með æfingar yfir páskana.  Gleðilega páska :-)

Smá breyting á tímatöflu á föstudag nk.

Föstudaginn næsta 30. mars mætir 3. hópur milli 16 og 17 í stað FG hóps. Þetta er aukaæfing fyrir Vinamótið sem fram fer um helgina. Allir skulu mæta í keppniskjólum/fötum með hárið fallega greitt. Rennt verður í gegnum dansana hjá öllum, þannig að einn og einn dansar í einu. FG hópur fær þennan tíma bættan upp sem allra fyrst. Fylgist með heimasíðunni.

Týndur sími

Halló! S.l. laugardag meðan F og G og M hópar voru á æfingu tapaðist Samsung samloku gsm sími. Ef einhver hefur rekist á hann eða tekið í misgripum hafið samband við Guðný Ósk í síma 462-5804