U-18 á HM í Peking, Kína

Á vef ÍHÍ má sjá frétt um ferðalag U-18 drengja til Kína

Barna og unglingamótið 2007

Hérna eru úrslitin úr Barna og unglingamótinu sem haldið var í Skautahöllinni á Akureyri  helgina 23. - 25. febrúar 2007

Afísæfingar falla niður í dag, mánudag

Engar afísæfingar verða í dag vegna þess að Sarah er forfölluð.

SR - SA 2.fl. Double Header um helgina

2.fl. SA drengja fóru í herbúðir SRinga þessa helgi og spiluðu 2 leiki, á laugard. kl.19,00 og sunnud. kl.10,00. Fyrrileikinn unnu sunnanmenn 4-3 en þann seinni SA 2-4.

2. Flokkur

Mæting hjá 2 flokki klukkan 10 í fyrramálið.Munið eftir greiðslu í rútuna og hotelið. Denni.

Upplýsingar um ferð kvennalandsliðsins á HM í Rúmeníu

Hér má sjá upplýsingar af vef ÍHÍ um ferð kvennalandsliðsins sem halda mun utan í næsta mánuði til Rúmeníu til keppni á Heimsmeistaramótinu. Ferðaáætlun, fararstjórn, liðsmenn.

Hokkíæfingar 3. til 7.fl. falla niður um helgina 24.og 25. feb.

Vegna Íslandsmóts barna og unglinga í Listhlaupi og útselds hóptíma í krullu þá falla niður æfingar 3. til 7.flokks þessa helgi.

Föstudagur

Næsta föstudag verður rennsli á prógrömmum hjá ABCDEFG hópum. Allir mæta í kjólum og með vel greitt hárið eins og í keppni. Munið að hita ykkur upp af-ís eins og þið ætlið að gera á keppnisdaginn. Kv. Helga Margrét

Mfl. Björninn - SA síðasta laugardag fór 7 - 5

SA menn fóru til keppni í Egilshöll á laugardaginn síðastliðinn og þar urðu úrslit þau að Björninn vann með 7 mörkum gegn 5 mörkum SA manna. 

Kemur næst, Áfram SA...............

Ath. Breytingar á æfingatöflu yngstu flokka

Frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 20. febrúar, verða breytingar á flokkaskipan og tímtöflu byrjenda, 7., 6. og 5. flokks. Hér er breytta flokkaskipanin og nýja tímataflan fyrir þá sem ekki hafa hana undir höndum, en allir sem mættu á æfingar síðastliðinn fimmtudag fengu blað yfir þessar breytingar.