10.02.2007
Í dag tekur kvennalið SA á móti Birninum klukkan 17.00 og 2.flokkurinn einnig á móti Bj klukkan 20.00 eru allir félagsmenn hvattir til að koma og sjá skemmtilegt hokkí.
Sigri stelpurnar í dag þá tryggja þær sér titilinn þetta tímabil.
10.02.2007
Á sunnudaginn 11. febrúar er ísæfing hjá F&G hóp klukkan 9:00 og afísæfing strax á eftir. Hanna verður með þessar æfingar.
09.02.2007
Hanna hafði samband við mig í gær. Hún var veðurteppt úti, vegna veðurs var ekkert flogið. Átti von á að hún kæmist í dag (föstudag). Hún er því ekki sjálf að þjálfa í dag en kannski á morgun. Stelpurnar Heiða, Erika og Ásta sjá um þjálfun á meðan. Góða helgi.
08.02.2007
Helgina 27-28 Janúar var haldið barnamót í laugardalnum í Reykjavík, sem í alla staði gekk vonum framar. Hópurinn sem fór suður var yfir 60 manns, þar af 39 keppendur.Öll skipulagning var í höndum foreldrafélags og var ljóst að allir, bæði keppendur og foreldrar voru ánægðir. Því langar mig til að þakka foreldrafélaginu fyrir frábæra vinnu,einnig þeim foreldrum sem komu á eigin vegum og síðast en ekki síst börnunum sem stóðu sig frábærlega. Sveinn Björnsson.( Denni )
06.02.2007
Það var ánægjulegur og löngu tímabær sigur SA í Egilshöllinni á laugardaginn. Við vorum þó líkt og svo oft áður frekar seinir í gang, skoruðum reyndar fyrsta markið en annars vorum við lengi vel í bölvuðu strögli.
06.02.2007
Dagana 6. - 11. febrúar verður Helga ásamt 3 af okkar skauturum fjarverandi vegna Norðurlandamóts í Finnlandi. Þær Audrey Freyja, Sigrún Lind og Helga Jóhannsdóttir munu keppa fyrir okkar hönd. Æfingar verða á meðan í höndum Eriku, Ástu og Heiðu. Það verður engin breyting á æfingatíma nema nk. sunnudag (sjá lesa meira). Af-ís mun falla niður hjá ABCDEFG hópum bæði á miðvikudag og sunnudag. Þeir einkatímar sem eru hjá Helgu þessa daga falla líka niður.
06.02.2007
Þessi mynd var tekin í kvöld fyrir síðustu æfingu stelpnanna hér heima sem fara á Norðurlandamótið í Finnlandi á morgun. Æfingin gekk vel í alla staði og eru allar stelpurnar vel stemmdar. Fylgist með á síðu stelpnanna www.blog.central.is/nm2007.
04.02.2007
Frábær 6-5 sigur hjá fáliðuðum 3 flokki gegn Bj.
03.02.2007
Mér barst um það SMS að eftir 2 lotur var Björnin yfir 4 - 2 en SA hefur greinilega hrokkið í gang í þriðja leikhluta því leiknum lauk með sigri norðanmanna sem settu inn 3 mörk í lotunni og unnu 4 - 5. GÓÓÓÓÓÓÐIR SA ..................