Karfan er tóm.
Leik lokið með sigri SR, 4-8. Staðan í einvíginu 1-1. Þriðji leikurinn í Reykjavík á laugardag, fjórði leikur á Akureyri á mánudag og fimmti leikur, ef þarf, í Reykjavík á miðvikudag.
Það var sætur sigur sem vannst á heimavelli Skautafélags Reykjavíkur í gærkvöldi í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 2007. Það var á brattann að sækja fyrir okkur norðanmenn eftir að hafa tapaði í tvígang fyrir SR um nýliðna helgi og tapað þar með heimaleikjaréttinum.
Það var óheppilegt en ekki óyfirstíganlegt að geta ekki hafið keppnina á heimavelli en staðreynd málsins er sú að SA liðið hefur alltaf kunnað vel við sig í Laugadalnum og því var það ekki fyrirkvíðanlegt að hefja úrslitarimmuna þar – enda kom það á daginn.