Æfingar falla niður vegna Brynjumóts!

Um næstu helgi er Brynjumót í Íshokký og falla því niður æfingar, bæði ís og afís æfingar hjá listhlaupadeildinni laugardaginn 11. nóvember og æfingar fyrir hádegi sunnudaginn 12. nóvember!  Æfingar  milli 17 og 20 á sunnudagskvöldið haldast óbreyttar!

Úrslit Haustmóts ÍSS 2006

Við óskum keppendum SA til hamingju með góðan árangur á Haustmóti ÍSS sem haldið var í Skautahöllinni í Laugardal um síðustu helgi!  Úrslit eru undir "Lesa meira".

SA-SR!

Dagskrá Brynjumótsins 11. og 12. nóv. 2006

Nú liggur fyrir dagskrá Brynjumótsins sem haldið verður um næsu helgi í Skautahöllinni hér á Akureyri. Skoða má dagskránna

Brynjumót um næstu helgi

Nú líður að Brynjumóti og dagskrá að verða tilbúin. Ég reikna með að setja dagskránna hér á netið í kvöld eftir stjórnarfund. MJÖG ÁRÍÐANDI er að allir séu búnir að skrá sig, svo þið sem eigið það eftir drífið nú í því með tenglinum hér til vinstri. kv...reynir.

Sannfærandi sigur hjá stelpunum

Í gærkvöldi mættust kvennalið SA og Bjarnarins í Skautahöllinni á Akureyri og lauk leiknum með frekar áreynslulitlum sigri SA gegn vængbrotnu liði Bjarnarins - lokatölur 7 – 2.  SA mætti með allt sitt sterkasta lið en Bjarnarstelpur voru aðeins með sjö útileikmenn auk þess sem lykilleikmenn vantaði hjá þeim, en það er skarð fyrir skyldi þegar t.a.m. vantar Öggu í liðið.

En SA liðið spilaði leikinn vel, stelpurnar létu pökkinn ganga, héldu stöðunum sínum og leystu verkefnið á viðeigandi hátt og spiluðu á þremur línum allan tímann.

Mörk og stoðsendingar
SA:  Sarah Smiley 2/2, Sólveig Smáradóttir 1/2, Anna Sonja Ágústsdóttir 2/0, Jónína Guðbjartsdóttir 1/1, Hrund Thorlacius 0/2, Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0, Sigrún Sigmundsdóttir 0/1,  Vigdís Aradóttir 0/1

Björninn:  Hanna Heimisdóttir 2/0, Sigríður Finnbogadóttir 0/1

SA - Björninn; 8 - 5

Í gærkvöldi vann Skautafélag Akureyrar frækinn sigur á Birninum í mfl karla.

Mfl. SA vann 8 -5

SA víkingarnir unnu góðan sigur á Birninum í annars jöfnum og spennandi leik í kvöld.

Röng tímasetning í dagskránni

Auglýstur tími í Dagskránni á mfl. leiknum á morgun er ekki réttur. Hið rétta er að upphitun byrjar kl.17,00 og leikurinn um kl.17,30 og svo kvennaleikurinn kl.20,30 eða strax á eftir karlaleiknum.  ÁFRAM SA ...................

Æfingar

Helgina 3-5 nóvember falla niður æfingar hjá listhlaupadeild. Nema á sunnudaginn frá 17:00-19:00 eru æfingar hjá 4. 5. og U hóp.